Alvarlegasti misbrestur í lýðveldissögunni Eiður Þór Árnason skrifar 29. september 2021 23:52 Karl Gauti Hjaltason og Helga Vala Helgadóttir eru sammála um að staðan sé snúin Vísir Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, segir að þetta sé í fyrsta sinn í lýðveldissögu Íslands sem alvarlegur misbrestur hafi komið upp við framkvæmd kosninga. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, segir stöðuna vera fádæma klúður. „Það var ekkert að kosningunum sjálfum og ekkert að talningunni sjálfri. Það voru gefnar út lokatölur að morgni sunnudags og síðan hefst einhver atburðarás sem hefur verið gagnrýnd afskaplega mikið, meðal annars af mér og versnar sífellt með hverjum deginum,“ sagði Karl Gauti í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við getum sem lýðræðissamfélag ekki liðið það að horft sé fram hjá því ef svona alvarlegir ágallar eru á framkvæmdinni eins og þarna hafa komið í ljós.“ Margar spurningar hafa vaknað um framkvæmd talningar í Norðvesturkjördæmi eftir að niðurstöður breyttust í endurtalningu. Þá hefur komið fram að kjörseðlar hafi ekki verði innsiglaðir áður en kjörstjórn yfirgaf þá að lokinni talningu, líkt og kveðið á er um í lögum. Landskjörstjórn gaf út í gær að hún hafi ekki fengið staðfest að meðferð og varðveisla kjörgagna á talningastað hafi verið fullnægjandi. Málið væri nú í höndum Alþingis sem eigi að úrskurða um lögmæti niðurstöðunnar. Staðan önnur ef búið væri að breyta stjórnarskránni Helga Vala segir það mjög auðvitað mjög óheppilegt að alþingismenn þurfi núna að ákveða hvort niðurstöðurnar úr Norðvesturkjördæmi séu lögmætar. „Þarna fara persónur og leikendur að skipta mjög miklu máli og það í rauninni gerir þetta allt mjög flókið hérna inni [á Alþingi]. Það er ekki atkvæða að þvælast á milli flokka heldur innan flokka.“ Hún bætir við að ef tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands hafi orðið að veruleika væri staðan önnur, samkvæmt þeim væri hægt að senda ákvörðunina til nefndar utan Alþingis. Viltu endurkosningu? „Ég ætla bara ekki alveg að tjá mig um það hvaða leið eigi að fara en þetta er alveg fádæma klúður,“ segir Helga Vala. Karl Gauti segir að yfirkjörstjórnin í Norðvesturkjördæmi geti enn afturkallað ákvarðanir sínar. Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Meiriháttar útkall hjá slökkviliði á Hjarðarhaga Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Meiriháttar útkall hjá slökkviliði í vesturhluta borgarinnar Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Sjá meira
„Það var ekkert að kosningunum sjálfum og ekkert að talningunni sjálfri. Það voru gefnar út lokatölur að morgni sunnudags og síðan hefst einhver atburðarás sem hefur verið gagnrýnd afskaplega mikið, meðal annars af mér og versnar sífellt með hverjum deginum,“ sagði Karl Gauti í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við getum sem lýðræðissamfélag ekki liðið það að horft sé fram hjá því ef svona alvarlegir ágallar eru á framkvæmdinni eins og þarna hafa komið í ljós.“ Margar spurningar hafa vaknað um framkvæmd talningar í Norðvesturkjördæmi eftir að niðurstöður breyttust í endurtalningu. Þá hefur komið fram að kjörseðlar hafi ekki verði innsiglaðir áður en kjörstjórn yfirgaf þá að lokinni talningu, líkt og kveðið á er um í lögum. Landskjörstjórn gaf út í gær að hún hafi ekki fengið staðfest að meðferð og varðveisla kjörgagna á talningastað hafi verið fullnægjandi. Málið væri nú í höndum Alþingis sem eigi að úrskurða um lögmæti niðurstöðunnar. Staðan önnur ef búið væri að breyta stjórnarskránni Helga Vala segir það mjög auðvitað mjög óheppilegt að alþingismenn þurfi núna að ákveða hvort niðurstöðurnar úr Norðvesturkjördæmi séu lögmætar. „Þarna fara persónur og leikendur að skipta mjög miklu máli og það í rauninni gerir þetta allt mjög flókið hérna inni [á Alþingi]. Það er ekki atkvæða að þvælast á milli flokka heldur innan flokka.“ Hún bætir við að ef tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands hafi orðið að veruleika væri staðan önnur, samkvæmt þeim væri hægt að senda ákvörðunina til nefndar utan Alþingis. Viltu endurkosningu? „Ég ætla bara ekki alveg að tjá mig um það hvaða leið eigi að fara en þetta er alveg fádæma klúður,“ segir Helga Vala. Karl Gauti segir að yfirkjörstjórnin í Norðvesturkjördæmi geti enn afturkallað ákvarðanir sínar.
Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Meiriháttar útkall hjá slökkviliði á Hjarðarhaga Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Meiriháttar útkall hjá slökkviliði í vesturhluta borgarinnar Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Sjá meira