Talið er að um sé að ræða skíðishval sem er yfirtegund fjórtán mismunandi hvalategunda. Vísindamenn stefna á að skera úr um aldur og tegund hvalsins í dag þegar sýni verður jafnframt tekið úr hræinu.

Guðbrandur Örn Arnarson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg sagði fréttastofu í gær að flókið ferli taki við þegar hvalur finnist á landi og málið sé nú komið í farveg hjá Hafrannsóknarstofnun, Umhverfisstofnun, heilbrigðiseftirlitinu, lögreglu og fleiri aðilum.