Innlent

Fjögurra ára slapp með skrekkinn í hörðum á­rekstri á Holta­vörðu­heiðinni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Svona voru aðstæður á Holtavörðuheiðinni á sunnudaginn.
Svona voru aðstæður á Holtavörðuheiðinni á sunnudaginn. Vegagerðin

Fjögurra ára barn slapp með skrekkinn í hörðum árekstri tveggja bíla á Holtavörðuheiði á sunnudag. Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann en þeir voru í bíl sem valt á heiðinni.

Það var á þriðja tímanum á sunnudaginn sem slysið varð. Bílarnir skullu saman og annar fór í veltu út af veginum. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá úr þeim bíl á Landspítalann. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra var einn fluttur á börum í þyrluna en hinir tveir voru á fótum.

Betur fór fyrir fólkinu í hinum bílnum þar sem fjögurra ára strákur var meðal farþega, á leið norður eftir að hafa verið um helgina hjá föður sínum sunnan heiða.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu slapp fólkið í þeim bíl nokkuð vel frá árekstrinum hvað varðar meiðsli þó fólki hafi verið verulega brugðið við slysið. Móðir drengsins ók sem leið lá frá Húsavík á móti fólkinu enda með áhyggjur af syninum.

Hann dvaldi yfir nótt á sjúkrahúsi á Akureyri eftir að hafa kvartað undir verkjum. Í ljós kom að hann var tognaður á hálsi og aumur í bringunni eftir bílbeltið.

Fréttastofa hefur ekki nýlegar upplýsingar um líðan hinna þriggja sem flutt voru með þyrlunni af Holtavörðuheiði og á Landspítalann. Einn var fluttur í þyrluna á börum en hinir tveir gátu gengið sjálfir.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×