Íslendingar ættu ekki von á góðu í Strassbourg Snorri Másson skrifar 29. september 2021 20:30 Eirik Holmøyvik, lögfræðiprófessor við Háskólann í Bergen, varaði við því í grein í fyrra að kosningaákvæði íslensku stjórnarskrárinnar stæðust ekki evrópskan stjórnskipunarrétt. Ágreiningur um kosningar í Norðvesturkjördæmi gæti ratað til Strassbourg. UiB/Kim E. Andreassen. Mannréttindadómstóll Evrópu telur ótækt að þingmenn greiði sjálfir atkvæði um lögmæti eigin kjörs, eins og til stendur hér á landi. Lögfræðiprófessor segir Íslendinga enn geta komið í veg fyrir að kosningin í Norðvesturkjördæmi fari til Strassbourg, en þá þurfi að hafa hraðar hendur. Óljóst er hvort ráðist verði í uppkosningu í Norðvesturkjördæmi að kröfu Pírata. Alþingi mun greiða um það atkvæði bráðlega eftir að kjörbréfanefnd hefur rannsakað málið. Eirik Holmøyvik á sæti í ráðgjafarnefnd Evrópuráðsins um stjórnskipunarmál og hefur verið framsögumaður í málum fyrir Mannréttindadómstól Evrópu, þar sem atkvæðagreiðsla kjörinna fulltrúa um lögmæti eigin kjörs hefur verið dæmd ósamræmanleg evrópskum rétti. Holmøyvik skrifaði grein í fyrra þar sem hann sagði nýlegan slíkan dóm, þar sem belgísk yfirvöld voru dæmd brotleg, eiga að vera víti til varnaðar fyrir meðal annars Íslendinga. Hann varaði með öðrum orðum við þessu. „Þetta er skýr viðvörun og skilaboðin frá Strassbourg eru ákaflega skýr. Þú ert með þessu í grunninn að brjóta grundvallarreglu í evrópskum stjórnskipunarrétti, að enginn geti dæmt um eigin kosningu,“ segir Holmøyvik í samtali við fréttastofu. Píratar þyrftu að sýna fram á að mistök við kosningarnar hefðu haft áhrif á niðurstöðurnar til að geta flutt það fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Síðan sé hægt að kæra það að óháður dómstóll hafi ekki úrskurðað um málið, heldur sjálfir aðilar málsins - þingmennirnir sjálfir. Holmøyvik telur fordæmi hjá Mannréttindadómstólnum þá ekki Íslendingum í hag ef í hart fer. „Með tilliti til skýrrar ákvörðunar í máli Belgíu í fyrra, kæmi það mér mjög á óvart, og það þyrfti raunar sérstakar staðreyndir af öðrum toga í máli Íslands, til þess að niðurstaðan yrði önnur þar,“ segir prófessorinn. Íslendingar þurfi að koma á sérstökum óháðum dómi til að taka málið til meðferðar. „Ég held að það sé mögulegt að forðast kæru til dómstólsins með því að grípa til aðgerða áður en þingið tekur ákvörðun í málinu,“ segir Holmøyvik. Ef nýja stjórnarskráin hefði verið samþykkt óbreytt væri þetta ekki vandamál, enda kveður á um það í henni að það sé landskjörstjórnar að úrskurða endanlega um það hvort þingmaður missi kjörgengi. Þeim úrskurði megi síðan skjóta til dómstóla, en álit Alþingis kemur hvergi við sögu. Holmøyvik skrifaði í grein sinni í Verfassungsblog, sem er eitt helsta tímarit um stjórnskipunarrétt í Evrópu, að ríki sem ætluðu að laga ákvæði sem gæfu þjóðþingum heimild til að dæma um eigin lögmæti, þyrftu í flestum tilvikum óhjákvæmilega að ráðast í stjórnarskrárbreytingar. Gildandi stjórnarskrá: 46. gr. Alþingi sker sjálft úr, hvort þingmenn þess séu löglega kosnir, svo og úr því, hvort þingmaður hafi misst kjörgengi. Nýja stjórnarskráin: 43. gr. Alþingi kýs landskjörstjórn til þess að úrskurða um gildi forsetakosningar, kosninga til Alþingis svo og þjóðaratkvæðagreiðslna. Landskjörstjórn gefur út kjörbréf forseta og alþingismanna og úrskurðar hvort þingmaður hafi misst kjörgengi. Um störf landskjörstjórnar fer eftir nánari fyrirmælum í lögum. Úrskurðum landskjörstjórnar má skjóta til dómstóla. Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Mannréttindadómstóll Evrópu Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Úthluta þingsætum á föstudaginn Landskjörstjórn mun koma saman næstkomandi föstudag til að að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir nýafstaðnar Alþingiskosningar. 29. september 2021 13:01 Munu geta greitt atkvæði um lögmæti eigin kjörs Svo gæti farið að þing komi saman áður en ríkisstjórn hefur verið mynduð til að leysa hnútinn í Norðvesturkjördæmi. Þingmenn úr kjördæminu, þar sem fullnægjandi meðferð kjörgagna hefur ekki fengist staðfest, munu geta greitt atkvæði um lögmæti eigin kjörs segir Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. 29. september 2021 12:34 „Gersamlega óleysanlegur stjórnskipulegur vandi“ Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus, er meðal fjölmargra sem rýnt hefur í þá stöðu sem upp er komin vegna talningaklúðurs í Norðvesturkjördæmi. Prófessorinn hefur lagt málin niður fyrir sig og sér ekki betur en að kerfið sé í hnút. 29. september 2021 10:33 Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Dónatal í desember Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira
Óljóst er hvort ráðist verði í uppkosningu í Norðvesturkjördæmi að kröfu Pírata. Alþingi mun greiða um það atkvæði bráðlega eftir að kjörbréfanefnd hefur rannsakað málið. Eirik Holmøyvik á sæti í ráðgjafarnefnd Evrópuráðsins um stjórnskipunarmál og hefur verið framsögumaður í málum fyrir Mannréttindadómstól Evrópu, þar sem atkvæðagreiðsla kjörinna fulltrúa um lögmæti eigin kjörs hefur verið dæmd ósamræmanleg evrópskum rétti. Holmøyvik skrifaði grein í fyrra þar sem hann sagði nýlegan slíkan dóm, þar sem belgísk yfirvöld voru dæmd brotleg, eiga að vera víti til varnaðar fyrir meðal annars Íslendinga. Hann varaði með öðrum orðum við þessu. „Þetta er skýr viðvörun og skilaboðin frá Strassbourg eru ákaflega skýr. Þú ert með þessu í grunninn að brjóta grundvallarreglu í evrópskum stjórnskipunarrétti, að enginn geti dæmt um eigin kosningu,“ segir Holmøyvik í samtali við fréttastofu. Píratar þyrftu að sýna fram á að mistök við kosningarnar hefðu haft áhrif á niðurstöðurnar til að geta flutt það fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Síðan sé hægt að kæra það að óháður dómstóll hafi ekki úrskurðað um málið, heldur sjálfir aðilar málsins - þingmennirnir sjálfir. Holmøyvik telur fordæmi hjá Mannréttindadómstólnum þá ekki Íslendingum í hag ef í hart fer. „Með tilliti til skýrrar ákvörðunar í máli Belgíu í fyrra, kæmi það mér mjög á óvart, og það þyrfti raunar sérstakar staðreyndir af öðrum toga í máli Íslands, til þess að niðurstaðan yrði önnur þar,“ segir prófessorinn. Íslendingar þurfi að koma á sérstökum óháðum dómi til að taka málið til meðferðar. „Ég held að það sé mögulegt að forðast kæru til dómstólsins með því að grípa til aðgerða áður en þingið tekur ákvörðun í málinu,“ segir Holmøyvik. Ef nýja stjórnarskráin hefði verið samþykkt óbreytt væri þetta ekki vandamál, enda kveður á um það í henni að það sé landskjörstjórnar að úrskurða endanlega um það hvort þingmaður missi kjörgengi. Þeim úrskurði megi síðan skjóta til dómstóla, en álit Alþingis kemur hvergi við sögu. Holmøyvik skrifaði í grein sinni í Verfassungsblog, sem er eitt helsta tímarit um stjórnskipunarrétt í Evrópu, að ríki sem ætluðu að laga ákvæði sem gæfu þjóðþingum heimild til að dæma um eigin lögmæti, þyrftu í flestum tilvikum óhjákvæmilega að ráðast í stjórnarskrárbreytingar. Gildandi stjórnarskrá: 46. gr. Alþingi sker sjálft úr, hvort þingmenn þess séu löglega kosnir, svo og úr því, hvort þingmaður hafi misst kjörgengi. Nýja stjórnarskráin: 43. gr. Alþingi kýs landskjörstjórn til þess að úrskurða um gildi forsetakosningar, kosninga til Alþingis svo og þjóðaratkvæðagreiðslna. Landskjörstjórn gefur út kjörbréf forseta og alþingismanna og úrskurðar hvort þingmaður hafi misst kjörgengi. Um störf landskjörstjórnar fer eftir nánari fyrirmælum í lögum. Úrskurðum landskjörstjórnar má skjóta til dómstóla.
Gildandi stjórnarskrá: 46. gr. Alþingi sker sjálft úr, hvort þingmenn þess séu löglega kosnir, svo og úr því, hvort þingmaður hafi misst kjörgengi. Nýja stjórnarskráin: 43. gr. Alþingi kýs landskjörstjórn til þess að úrskurða um gildi forsetakosningar, kosninga til Alþingis svo og þjóðaratkvæðagreiðslna. Landskjörstjórn gefur út kjörbréf forseta og alþingismanna og úrskurðar hvort þingmaður hafi misst kjörgengi. Um störf landskjörstjórnar fer eftir nánari fyrirmælum í lögum. Úrskurðum landskjörstjórnar má skjóta til dómstóla.
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Mannréttindadómstóll Evrópu Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Úthluta þingsætum á föstudaginn Landskjörstjórn mun koma saman næstkomandi föstudag til að að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir nýafstaðnar Alþingiskosningar. 29. september 2021 13:01 Munu geta greitt atkvæði um lögmæti eigin kjörs Svo gæti farið að þing komi saman áður en ríkisstjórn hefur verið mynduð til að leysa hnútinn í Norðvesturkjördæmi. Þingmenn úr kjördæminu, þar sem fullnægjandi meðferð kjörgagna hefur ekki fengist staðfest, munu geta greitt atkvæði um lögmæti eigin kjörs segir Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. 29. september 2021 12:34 „Gersamlega óleysanlegur stjórnskipulegur vandi“ Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus, er meðal fjölmargra sem rýnt hefur í þá stöðu sem upp er komin vegna talningaklúðurs í Norðvesturkjördæmi. Prófessorinn hefur lagt málin niður fyrir sig og sér ekki betur en að kerfið sé í hnút. 29. september 2021 10:33 Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Dónatal í desember Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira
Úthluta þingsætum á föstudaginn Landskjörstjórn mun koma saman næstkomandi föstudag til að að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir nýafstaðnar Alþingiskosningar. 29. september 2021 13:01
Munu geta greitt atkvæði um lögmæti eigin kjörs Svo gæti farið að þing komi saman áður en ríkisstjórn hefur verið mynduð til að leysa hnútinn í Norðvesturkjördæmi. Þingmenn úr kjördæminu, þar sem fullnægjandi meðferð kjörgagna hefur ekki fengist staðfest, munu geta greitt atkvæði um lögmæti eigin kjörs segir Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. 29. september 2021 12:34
„Gersamlega óleysanlegur stjórnskipulegur vandi“ Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus, er meðal fjölmargra sem rýnt hefur í þá stöðu sem upp er komin vegna talningaklúðurs í Norðvesturkjördæmi. Prófessorinn hefur lagt málin niður fyrir sig og sér ekki betur en að kerfið sé í hnút. 29. september 2021 10:33