Innlent

Úthluta þingsætum á föstudaginn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Landskjörstjórn kemur saman á föstudag til að úthluta þingsætum.
Landskjörstjórn kemur saman á föstudag til að úthluta þingsætum. Vísir/Vilhelm

Landskjörstjórn mun koma saman næstkomandi föstudag til að að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir nýafstaðnar Alþingiskosningar.

Þetta kemur fram á vef landskjörstjórnar þar sem segir að hún muni koman saman klukkan 16 á föstudaginn. Er umboðsmönnum þeirra framboða sem buðu fram í kosningunum boðið að koma til fundarins, sem haldinn verður í húsnæði nefndarsviðs Alþingis í Reykjavík.

Úthlutun þingsæta er forsenda þess að nýtt þing geti komið saman en deilur hafa komið upp um framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi. Landskjörstjórn hefur til að mynda gefið út að henni hafi ekki borist staðfesting um fullnægjandi meðferð kjörgagna í kjördæminu.

Greint var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að svo gæti farið að þing komi saman áður en ríkisstjórn hefur verið mynduð til að leysa hnútinn í Norðvesturkjördæmi.

Reikna megi með að flokkar sem náðu kjöri á Alþingi hefji nú vinnu við að tilnefna menn í bráðabirgðakjörbréfanefnd, sem undirbýr störf hinnar eiginlegu kjörbréfanefndar, sem svo tekur afstöðu til lögmætis kosninganna í Norðvesturkjördæmi.


Tengdar fréttir

Munu geta kosið um lögmæti eigin kjörs

Svo gæti farið að þing komi saman áður en ríkisstjórn hefur verið mynduð til að leysa hnútinn í Norðvesturkjördæmi. Þingmenn úr kjördæminu, þar sem fullnægjandi meðferð kjörgagna hefur ekki fengist staðfest, munu geta greitt atkvæði um lögmæti eigin kjörs segir Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.

„Ger­sam­lega ó­leysan­legur stjórn­skipu­legur vandi“

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus, er meðal fjölmargra sem rýnt hefur í þá stöðu sem upp er komin vegna talningaklúðurs í Norðvesturkjördæmi. Prófessorinn hefur lagt málin niður fyrir sig og sér ekki betur en að kerfið sé í hnút.

„Ef menn vilja ekki leiðrétta mistök þá er það allt í lagi“

Sjónir beinast nú aftur að framkvæmd kosninga í Norðvesturkjördæmi eftir að endurtalning í Suðurkjördæmi skilaði nákvæmlega sömu niðurstöðum á Selfossi í gærkvöldi. Landskjörstjórn bíður enn skýrslna frá báðum þessum kjördæmum, sem eru væntanlegar síðar í dag. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×