Innlent

Svona virka innsigli á kjörkössum

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Hér má sjá hvernig innsiglið breytir um lit þegar það er tekið af kassanum.
Hér má sjá hvernig innsiglið breytir um lit þegar það er tekið af kassanum. vísir

Inn­sigli á kjör­kössum hafa verið til mikillar um­ræðu síðustu daga frá því að Ingi Tryggva­son, for­maður yfir­kjör­stjórnar í Norð­vestur­kjör­dæmi, viður­kenndi í sam­tali við Vísi síðasta sunnu­dag að hann hefði ekki inn­siglað at­kvæði í kjör­dæminu eftir fyrstu talningu.

Hann hefði skilið at­kvæðin eftir í opnum kössum en læst her­berginu sem þau voru geymd í. Þá hefur komið fram að starfs­menn hótelsins hafi haft að­gang að lyklum að her­berginu og nú reynist erfitt að sann­reyna það að enginn hafi komið ná­lægt at­kvæðunum á meðan þau voru skilin eftir, áður en þau voru endur­talin um miðjan sunnu­dag.

Eins og hefur verið reifað í fréttum af málinu síðustu daga stendur skýrt í lögum að kjör­gögnin verði að inn­sigla eftir talningu. En margir velta ef­laust fyrir sér hvernig slík inn­sigli virka.

Vísir fékk mynd­band sem sýnir það á greini­legan hátt hvað gerist ef inn­sigli á kjör­kassa er rofið. Mynd­bandið var tekið af starfs­manni sveitar­fé­lags í Norð­austur­kjör­dæmi á síðasta mánu­dags­morgun. 

Hvítir stafir birtast á rofnu innsigli

Á því má sjá hvað gerist þegar inn­siglið, sem lítur út eins og af­skap­lega venju­legt rautt lím­band, er tekið af yfir­borði kjör­kassans. Þess má geta að kassinn var ekki notaður í kosningunum, í honum voru ekki at­kvæði og hann kominn í geymslu hjá sveitar­fé­laginu.

Þegar lím­bandið er tekið af birtast um leið á því hvítir stafir. Þeir hverfa svo ekki af þó lím­bandið sé fest aftur á kassann. Og þannig sést alltaf ef inn­sigli á kjör­kassa hefur verið rofið.

Þetta má sjá hér að neðan:


Tengdar fréttir

„Ef menn vilja ekki leiðrétta mistök þá er það allt í lagi“

Sjónir beinast nú aftur að framkvæmd kosninga í Norðvesturkjördæmi eftir að endurtalning í Suðurkjördæmi skilaði nákvæmlega sömu niðurstöðum á Selfossi í gærkvöldi. Landskjörstjórn bíður enn skýrslna frá báðum þessum kjördæmum, sem eru væntanlegar síðar í dag. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×