Formaður borgarráðs um lokun skotsvæðisins á Álfsnesi: „Við höfðum bara ekki hugarflug í að þetta þyrfti að laga“ Þorgils Jónsson skrifar 28. september 2021 19:32 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir segist slegin yfir lokun skotsvæðisins í Álfsnesi. Vinna er þegar hafin til að finna lausn á málinu. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs og staðgengill borgarstjóra í Reykjavík, segist slegin yfir því að skotæfingasvæði Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi hafi verið lokað fyrirvaralaust í gær. Eins og Vísir greindi frá í gær eru nú 1.500 félagsmenn og þúsundir annarra iðkenda án skotæfingaaðstöðu á höfuðborgarsvæðinu og þurfa að leita austur á Þorlákshöfn, í Reykjanesbæ eða upp á Akranes til æfinga. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tilkynnti félaginu bréflega að Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála hafi fellt úr gildi starfsleyfi sem gefið var út í mars síðastliðnum, meðal annars á þeim grundvelli að svæðið, sem skotfélagið hefur haft til afnota frá árinu 2008, sé skipulagt sem hafnar- og iðnaðarsvæði á aðalskipulagi. Þórdís Lóa steig inn í málið á Facebook í dag þar sem hún sagði að borgaryfirvöld þyrftu að bregðast fljótt við. Í samtali við Vísi nú síðdegis sagði Þórdís Lóa að úrskurðurinn kæmi henni mjög á óvart, sérstaklega þar sem heilbrigðisnefnd hefði nýlega framlengt starfsleyfi skotfélagsins. „Við erum búin að vera í góðu samtali við aðila og það hefur verið komið til móts við nágranna meðal annars með því að takmarka opnunartíma og hafa lokað eftir sjö á kvöldin. Það er talsvert bagalegt fyrir þau sem eru að æfa þessa íþrótt því að það er langt að fara ef ætti að stunda æfingar á miðjum degi.“ Hún segir að borgaryfirvöld hafi unnið því að finna lausnir, en það hafi komið verulega á óvart að sett væri út á að skotsvæðið væri á hafnar- og iðnaðarsvæði. „Þetta hvarflaði eiginlega ekki að okkur. Þetta aðalskipulag er gamalt og við höfðum bara ekki hugarflug í að þetta þyrfti að laga.“ Hún segir að úrskurðurinn sé sannarlega alvarlegur, en það sama gildi um stöðu þeirra þúsunda sem hafa nýtt sér aðstöðuna á síðustu árum. Þau hafi haft samband við skotfélagið og aðra aðila málsins strax í gær og fundir hafi staðið yfir í dag. Aðspurð hvort komi til greina að breyta skipulagi á svæðinu segir hún að allt kapp verði lagt á að ná góðri lendingu í málið sem fyrst. „Þetta verður allavegana rætt í skipulagsráði á morgun. Svo förum við vonandi að sjá til lands í þessu.“ Reykjavík Skotíþróttir Borgarstjórn Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá í gær eru nú 1.500 félagsmenn og þúsundir annarra iðkenda án skotæfingaaðstöðu á höfuðborgarsvæðinu og þurfa að leita austur á Þorlákshöfn, í Reykjanesbæ eða upp á Akranes til æfinga. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tilkynnti félaginu bréflega að Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála hafi fellt úr gildi starfsleyfi sem gefið var út í mars síðastliðnum, meðal annars á þeim grundvelli að svæðið, sem skotfélagið hefur haft til afnota frá árinu 2008, sé skipulagt sem hafnar- og iðnaðarsvæði á aðalskipulagi. Þórdís Lóa steig inn í málið á Facebook í dag þar sem hún sagði að borgaryfirvöld þyrftu að bregðast fljótt við. Í samtali við Vísi nú síðdegis sagði Þórdís Lóa að úrskurðurinn kæmi henni mjög á óvart, sérstaklega þar sem heilbrigðisnefnd hefði nýlega framlengt starfsleyfi skotfélagsins. „Við erum búin að vera í góðu samtali við aðila og það hefur verið komið til móts við nágranna meðal annars með því að takmarka opnunartíma og hafa lokað eftir sjö á kvöldin. Það er talsvert bagalegt fyrir þau sem eru að æfa þessa íþrótt því að það er langt að fara ef ætti að stunda æfingar á miðjum degi.“ Hún segir að borgaryfirvöld hafi unnið því að finna lausnir, en það hafi komið verulega á óvart að sett væri út á að skotsvæðið væri á hafnar- og iðnaðarsvæði. „Þetta hvarflaði eiginlega ekki að okkur. Þetta aðalskipulag er gamalt og við höfðum bara ekki hugarflug í að þetta þyrfti að laga.“ Hún segir að úrskurðurinn sé sannarlega alvarlegur, en það sama gildi um stöðu þeirra þúsunda sem hafa nýtt sér aðstöðuna á síðustu árum. Þau hafi haft samband við skotfélagið og aðra aðila málsins strax í gær og fundir hafi staðið yfir í dag. Aðspurð hvort komi til greina að breyta skipulagi á svæðinu segir hún að allt kapp verði lagt á að ná góðri lendingu í málið sem fyrst. „Þetta verður allavegana rætt í skipulagsráði á morgun. Svo förum við vonandi að sjá til lands í þessu.“
Reykjavík Skotíþróttir Borgarstjórn Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira