Innlent

Björgunar­sveitir ræstar út í Bolungar­vík og Vopna­firði vegna ó­veðursins

Atli Ísleifsson skrifar
Skjáskot úr vefmyndavél Snerpu á þaki blokkar við Holtabrún í Bolungarvík. Myndin er tekin klukkan 10:15.
Skjáskot úr vefmyndavél Snerpu á þaki blokkar við Holtabrún í Bolungarvík. Myndin er tekin klukkan 10:15. Vefmyndavél Snerpu

Björgunarsveitir í Bolungarvík voru kallaðar út vegna foks á munum skömmu fyrir klukkan tíu í morgun. Líkur eru á að útköll björgunarsveita verði fleiri vegna óveðursins gengur yfir stóran hluta landsins í dag.

„Það má því segja að þetta sé byrjað hjá okkur en svo er spurning hvernig þetta muni þróast,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í samtali við fréttastofu,

Hann segir að auk þess hafi björgunarsveit á Vopnafirði verið kölluð út um klukkan átta í morgun vegna þakklæðningar sem var að fjúka.

Appelsínugular og gular viðvaranir

Spáð er norðvestanhríð norðan- og vestanlands í dag, en stórhríð á Ströndum og Vestfjörðum og rok eða jafnvel ofsaveður við Breiðafjörð. Appelsínugular viðvaranir taka gildi á Breiðafirði, Vestfjörðum og Ströndum og Norðurlandi vestra í dag og gilda fram á kvöld. Einnig er búið að gefa út gular viðvaranir víða annars staðar.

Lægðinni fylgir öflugt úrkomusvæði, sem mun skila talsverðri eða mikilli rigningu á láglendi nyrðra, en slyddu eða snjókomu inn til landsins.

Óvissuástandi almannavarna hefur verið lýst yfir, en á vef Veðurstofunnar segir að líklega megi búast við samgöngu- og rafmagnstruflunum á Norðurlandi, Ströndum og Vestfjörðum Vonandi takist þó að koma í veg fyrir eigna- og heilsutjón.


Tengdar fréttir

Spá ofsa­veðri norð­vestan­til og við­varanir í gildi á stærstum hluta landsins

Spáð er norðvestanhríð norðan- og vestanlands í dag, en stórhríð á Ströndum og Vestfjörðum og rok eða jafnvel ofsaveður við Breiðafjörð. Appelsínugular viðvaranir taka gildi á Breiðafirði, Vestfjörðum og Ströndum og Norðurlandi vestra í dag og gilda fram á kvöld. Einnig er búið að gefa út gular viðvaranir víða annars staðar.

Ó­vissu­stigi al­manna­varna lýst yfir vegna veðurs

Vegna slæmrar veðurspár á morgun 28. september hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Vesturlandi og á Vestfjörðum, lýst yfir óvissustigi almannavarna í þessum umdæmum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×