Borgarbúar urðu margir varir við þyrluna, TF-GRO, þar sem hún sveif yfir Brúarfoss, flutningaskip Eimskips, þar sem það var við bryggju.
Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að um hefðbundna björgunaræfingu hafi verið að ræða en að sérstaklega hafi verið að prófa samskiptabúnað sigmanns og þyrlunnar.
Að neðan má sjá myndir sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari fréttastofu, náði af æfingunni.


