Innlent

Kýr sem heitir Kartöfluupptökuvél

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Skrýtnasta nafnið, sem ráðunautur í nautgriparækt hefur heyrt á kú er Kartöfluupptökkuvél. Rauðka er annars algengasta nafnið í fjósum landsins, Lukka er í öðru sæti og Skjalda í því þriðja.
Skrýtnasta nafnið, sem ráðunautur í nautgriparækt hefur heyrt á kú er Kartöfluupptökkuvél. Rauðka er annars algengasta nafnið í fjósum landsins, Lukka er í öðru sæti og Skjalda í því þriðja. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Skrauta, Blíða, Rósa, Gola, Skessa, Búkolla, Perla, Toppa, Rauðka, Katla og Blíða. Allt eru þetta nöfn á kúm en nú er búið að taka saman lista yfir algengustu nöfn núlifandi kúa.

Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur í nautgriparækt hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins skrifaði nýlega athyglisverða grein í Bændablaðið um nafngiftir íslenskra kúa. Guðmundur segir að mikill meirihluti kúabænda gefi kúm sín nafn en lætur ekki númerin bara duga.

„Við fléttum bara upp í gagnagrunninum hjá okkur og svo er það talið saman hvað eru algengustu nöfnin og hvort þau hafi breyst eitthvað eftir fæðingarári gripanna,“ segir Guðmundur.

En hvað eru algengustu nöfnin?

Það eru þessi nöfn, sem eru tengd lit eða öðrum einkennum kúnna eins og Branda, Skjalda og Huppa, þetta er allt saman tengt litareinkennum.

Menn þekkja náttúrulega kýrnar sínar mjög vel og nafn á grip gerir þetta mjög persónulegt. Þetta er gamall og góður siður, sem íslenskir bændur halda í.“

Hefur þetta ekkert breyst með lausagöngufjósum?

„Nei, ótrúlega lítið því við sjáum það að mörg stóru búanna, sem maður myndi nú halda að létu duga að hafa bara númer á gripunum, þau gera það ekki, þau nefna gripina, auk númersins.“

En hvað eru furðulegasta nafnið, sem Guðmundur hefur heyrt?

„Ætli það sé ekki Kartöfluupptökuvél, ég held að það sé það skrýtnasta.“

Guðmundur Jóhannesson ráðunautur í nautgriparækt hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarinsMagnús Hlynur Hreiðarsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.