Telur eðlilegt að telja aftur í öllum kjördæmum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. september 2021 13:00 Hólmfríður Árnadóttir oddviti VG í Suðurkjördæmi segir traust sittt á talningu atkvæða rofið eftir atburði gærdagsins. Vísir Oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi segir slæmt að upplifa að traust á talningu atkvæða hafi rofnað. Hún ásamt fulltrúum þriggja annarra flokka hafa farið fram á endurtalningu atkvæða í kjördæminu. Endurtalning í Norðvesturkjördæmi í gær skilaði breyttri niðurstöðu sem olli því að fimm jöfnunarþingmenn duttu út af þingi og aðrir komu í þeirra stað. Umboðsmaður Vinstri grænna fór því í gær fram á endurtalningu í Suðurkjördæmi í ljósi þess hversu fá atkvæði vantaði upp á að VG næði inn kjördæmakjörnum þingmanni en þá á kostnað Miðflokksins. Ef kjördæmakjörinn þingmaður Miðflokksins dytti út eftir endurtalningu yrði flokkurinn að fá annan þingmann inn sem jöfnunarmann. Í hvaða kjördæmi það yrði og á hvaða önnur jöfnunarsæti það hefði áhrif er þó óljóst. Hólmfríður Árnadóttir oddviti Vinstri grænna segir að eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi í gær hafi traust rofnað. „Tókum þá ákvörðun í gær eftir niðurstöðu endurtalningar í Norðvesturkjördæmi þar sem munaði mjóu á mér og næsta fyrir ofan mig að fara fram á endurtalningu í Suðurkjördæmi. Ég viðurkenni að niðurstaða endurtalningarinnar í gær voru vonbrigði og mér finnst þetta óljóst. Þetta er hvorki trúverðugt né traustvekjandi þannig að traust mitt á talningunni er rofið ég verð að viðurkenna það,“ segir Hólmfríður. Hún telur aðspurð jafnvel ástæðu til að endurtelja í öllum kjördæmum. „Það væri alveg eðlilegt að gera það. Það þarf líka að fá útskýringar á því hvers vegna ákveðið var að endurtelja í Norðvesturkjördæmi þegar kjörstjórnin þar var búin að senda frá sér niðurstöðu og talningu var lokið,“ segir Hólmfríður. Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Suðurkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Fleiri vilja endurtalningu í Suðurkjördæmi Píratar í Suðurkjördæmi hafa nú tekið undir kröfu Vinstri grænna um að atkvæði í kjördæminu verði endurtalin en þar munar sjö atkvæðum á lista Vinstri grænna, sem náðu ekki inn manni, og Miðflokksins sem fékk síðasta kjördæmakjörna þingmanninn. 26. september 2021 23:28 „Þetta voru góðir níu tímar“ Hljóðið var misgott í þeim sem fengu nú fyrir skemmstu þær fréttir að þeir væru dottnir út sem jöfnunarþingmenn flokka sinna eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Endurtalningin leiddi í ljós mistök í fyrri tölum sem urðu til þess að jöfnunarsæti í fimm kjördæmum breyttust. 26. september 2021 19:47 Vinstri græn biðja um endurtalningu í Suðurkjördæmi Yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis hefur borist beiðni um endurtalningu atkvæða í kjördæminu. Mjótt var á mununum í kjördæminu og nokkur atkvæði til eða frá geta breytt stöðunni, líkt og endurtalning dagsins í Norðvesturkjördæmi hefur sýnt. 26. september 2021 19:18 Miklar breytingar á jöfnunarmönnum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi sem lauk nú síðdegis kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Þetta hrindir af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta. 26. september 2021 18:09 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Erlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Sjá meira
Endurtalning í Norðvesturkjördæmi í gær skilaði breyttri niðurstöðu sem olli því að fimm jöfnunarþingmenn duttu út af þingi og aðrir komu í þeirra stað. Umboðsmaður Vinstri grænna fór því í gær fram á endurtalningu í Suðurkjördæmi í ljósi þess hversu fá atkvæði vantaði upp á að VG næði inn kjördæmakjörnum þingmanni en þá á kostnað Miðflokksins. Ef kjördæmakjörinn þingmaður Miðflokksins dytti út eftir endurtalningu yrði flokkurinn að fá annan þingmann inn sem jöfnunarmann. Í hvaða kjördæmi það yrði og á hvaða önnur jöfnunarsæti það hefði áhrif er þó óljóst. Hólmfríður Árnadóttir oddviti Vinstri grænna segir að eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi í gær hafi traust rofnað. „Tókum þá ákvörðun í gær eftir niðurstöðu endurtalningar í Norðvesturkjördæmi þar sem munaði mjóu á mér og næsta fyrir ofan mig að fara fram á endurtalningu í Suðurkjördæmi. Ég viðurkenni að niðurstaða endurtalningarinnar í gær voru vonbrigði og mér finnst þetta óljóst. Þetta er hvorki trúverðugt né traustvekjandi þannig að traust mitt á talningunni er rofið ég verð að viðurkenna það,“ segir Hólmfríður. Hún telur aðspurð jafnvel ástæðu til að endurtelja í öllum kjördæmum. „Það væri alveg eðlilegt að gera það. Það þarf líka að fá útskýringar á því hvers vegna ákveðið var að endurtelja í Norðvesturkjördæmi þegar kjörstjórnin þar var búin að senda frá sér niðurstöðu og talningu var lokið,“ segir Hólmfríður.
Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Suðurkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Fleiri vilja endurtalningu í Suðurkjördæmi Píratar í Suðurkjördæmi hafa nú tekið undir kröfu Vinstri grænna um að atkvæði í kjördæminu verði endurtalin en þar munar sjö atkvæðum á lista Vinstri grænna, sem náðu ekki inn manni, og Miðflokksins sem fékk síðasta kjördæmakjörna þingmanninn. 26. september 2021 23:28 „Þetta voru góðir níu tímar“ Hljóðið var misgott í þeim sem fengu nú fyrir skemmstu þær fréttir að þeir væru dottnir út sem jöfnunarþingmenn flokka sinna eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Endurtalningin leiddi í ljós mistök í fyrri tölum sem urðu til þess að jöfnunarsæti í fimm kjördæmum breyttust. 26. september 2021 19:47 Vinstri græn biðja um endurtalningu í Suðurkjördæmi Yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis hefur borist beiðni um endurtalningu atkvæða í kjördæminu. Mjótt var á mununum í kjördæminu og nokkur atkvæði til eða frá geta breytt stöðunni, líkt og endurtalning dagsins í Norðvesturkjördæmi hefur sýnt. 26. september 2021 19:18 Miklar breytingar á jöfnunarmönnum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi sem lauk nú síðdegis kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Þetta hrindir af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta. 26. september 2021 18:09 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Erlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Sjá meira
Fleiri vilja endurtalningu í Suðurkjördæmi Píratar í Suðurkjördæmi hafa nú tekið undir kröfu Vinstri grænna um að atkvæði í kjördæminu verði endurtalin en þar munar sjö atkvæðum á lista Vinstri grænna, sem náðu ekki inn manni, og Miðflokksins sem fékk síðasta kjördæmakjörna þingmanninn. 26. september 2021 23:28
„Þetta voru góðir níu tímar“ Hljóðið var misgott í þeim sem fengu nú fyrir skemmstu þær fréttir að þeir væru dottnir út sem jöfnunarþingmenn flokka sinna eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Endurtalningin leiddi í ljós mistök í fyrri tölum sem urðu til þess að jöfnunarsæti í fimm kjördæmum breyttust. 26. september 2021 19:47
Vinstri græn biðja um endurtalningu í Suðurkjördæmi Yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis hefur borist beiðni um endurtalningu atkvæða í kjördæminu. Mjótt var á mununum í kjördæminu og nokkur atkvæði til eða frá geta breytt stöðunni, líkt og endurtalning dagsins í Norðvesturkjördæmi hefur sýnt. 26. september 2021 19:18
Miklar breytingar á jöfnunarmönnum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi sem lauk nú síðdegis kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Þetta hrindir af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta. 26. september 2021 18:09