Innlent

Fleiri vilja endur­talningu í Suður­kjör­dæmi

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Frá kjörstað við Vallaskóla á Selfossi í gær.
Frá kjörstað við Vallaskóla á Selfossi í gær. stöð 2

Píratar í Suður­kjör­dæmi hafa nú tekið undir kröfu Vinstri grænna um að at­kvæði í kjör­dæminu verði endur­talin en þar munar sjö at­kvæðum á lista Vinstri grænna, sem náðu ekki inn manni, og Mið­flokksins sem fékk síðasta kjör­dæma­kjörna þing­manninn.

Endur­talning fór fram í Norð­vestur­kjör­dæmi í dag þar sem nokkur at­kvæði hliðruðust til milli nokkurra flokka, sem varð til þess að jöfnunar­sæti í öllum kjör­dæmum nema einu fóru á flakk. 

Ef endur­talning í Suður­kjör­dæmi leiddi það í ljós að VG væri með fleiri at­kvæði en Mið­flokkur myndi það hafa svipaðar af­leiðingar í för með sér, því kjör­dæma­kjörinn þing­maður Mið­flokksins dytti þá út og yrði flokkurinn þá að fá annan þing­mann inn sem jöfnunar­mann. Í hvaða kjör­dæmi það yrði og á hvaða önnur jöfnunar­sæti það hefði á­hrif er þá ó­ljóst.

Heimildir frétta­stofu herma þá að Sjálf­stæðis­menn skoði möguleikann á að taka undir kröfu VG um endur­talningu. Þetta vildi Ingvar Pétur Guð­björns­son, um­boðs­maður flokksins, þó ekki stað­festa í sam­tali við frétta­stofu. Hann sagði að engin form­leg beiðni hefði enn verið lögð inn frá flokknum og sagðist ekki vilja tjá sig meira um málið að svo stöddu.

Mikilvægt fyrir lýðræðið

Álf­heiður Eymars­dóttir, odd­viti Pírata í kjör­dæminu, sem nær ekki inn á þing lýsti því yfir á Face­book í kvöld að Píratar tækju undir kröfu um endur­talningu.

Álfheiður Eymarsdóttir, oddviti Pírata í Suðurkjördæmi, var langt frá því að komast á þing sem kjördæmakjörinn þingmaður en telur samt sem áður mikilvægt fyrir lýðræðið að endurtalning fari fram.

„Þetta skiptir engu máli fyrir niður­stöður Pírata í kjör­dæminu. Við virðum lýð­ræðið og teljum VG í fullum lýð­ræðis­legum rétti til að fá endur­talningu í ljósi stöðunnar. Við hefðum staðið með hvaða fram­boði sem er í sömu stöðu,“ skrifar hún á Face­book.

Ef Sjálf­stæðis­menn færu fram á það sama lægi lík­lega svipaður lýð­ræðis­vilji að baki en það verður ekki séð í fljótu bragði að flokkurinn gæti hagnast nokkuð á endur­talningu at­kvæða í kjör­dæminu.

Álf­heiður gagn­rýnir þá að yfir­kjör­stjórn í Suður­kjör­dæmi hafi sjálf á­kveðið að fara í „úr­taks- og gæða­könnun“ á verk­ferlum sínum í dag; farið yfir allar talningar og tekið til­viljana­kennt úr­tak bæðu utan­kjör­fundar og kjör­fundar­at­kvæðum í það ferli, eins og for­maður yfir­kjör­stjórnarinnar lýsti yfir í dag.

„Enn fremur teljum við "gæða­tékk" ekki sam­ræmast kosninga­lögum, hvað þá gæða­tékk þar sem um­boðs­menn eru ekki látnir vita eða eru við­staddir,“ skrifar hún.

Hún segir að Píratar hafi komið þessum at­huga­semdum á fram­færi við yfir­kjör­stjórn Suður­kjör­dæmis og beðið um skýringar á því hvernig at­kvæða var gætt frá því talningu lauk í morgun.


Tengdar fréttir

Konur ekki lengur í meiri­hluta á Alþingi eftir endur­talningu

Þegar lokatölur úr öllum kjördæmum í Alþingiskosningunum lágu fyrir í morgun var útlit fyrir að konur yrðu í meirihluta á Alþingi, í fyrsta sinn í sögunni. Eftir að endurtalning í Norðvesturkjördæmi breytti röðun jöfnunarþingmanna er sá meirihluti hins vegar að engu orðinn.

Vinstri græn biðja um endur­talningu í Suður­kjör­dæmi

Yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis hefur borist beiðni um endurtalningu atkvæða í kjördæminu. Mjótt var á mununum í kjördæminu og nokkur atkvæði til eða frá geta breytt stöðunni, líkt og endurtalning dagsins í Norðvesturkjördæmi hefur sýnt.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.