Fótbolti

Alexandra skoraði í bikarsigri

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Alexandra Jóhannsdóttir í leik með íslenska landsliðinu. Hún skoraði þriðja mark Franfurt í stórsigri í dag.
Alexandra Jóhannsdóttir í leik með íslenska landsliðinu. Hún skoraði þriðja mark Franfurt í stórsigri í dag. Tim Clayton/Corbis via Getty Images

Alexandra Jóhannsdóttir og liðsfélagar hennar í Eintracht Frankfurt heimsóttu Nürnberg í 32-liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í knattspyrnu í dag. Alexandra skoraði þriðja mark liðsins í öruggum 5-0 sigri.

Laura Freigang kom Frankfurt yfir á 17. mínútu og það reyndist eina mark fyrri hálfleiksins.

Í seinni hálfleik keyrðu gestirnir í Frankfurt yfir heimakonur, en á 56. mínútu kom Sandrine Mauron Frankfurt í 2-0, áður en Alexandra skoraði þriðja mark liðsins fjórum mínútum síðar.

Lara Prasnikar breytti stöðunni í 4-0 þegar að stundarfjórðungur var til leiksloka, og Laura Freigang bætti við sínu öðru marki og fimmta marki Frankfurt undir lok leiksins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.