Lífið

Einn stofn­enda Status Quo er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Alan Lancaster.
Alan Lancaster. Getty

Enski bassaleikarinn Alan Lancaster, einn stofnenda rokksveitarinnar Status Quo, er látinn, 72 ára að aldri.

Sveitin var þekkt fyrir smelli á borð við Rockin All Over the World, Whatever You Want og In the Army Now.

Erlendir fjölmiðlar segja að Lancaster hafi glímt við MS og að hann hafi andast í faðmi fjölskyldu sinni í Sydney.

Lancaster steig síðast á svið með sveitinni á endurfundatónleikaröð Status Quo árið 2014.

Lancaster og félagar hans í Status Quo komu fram á Live Aid tónleikunum á Wembley árið 1985 þar sem risanöfn á borð við Queen, U2, David Bowie og Elton John tróðu upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×