Innlent

Konur í meirihluta á Alþingi í fyrsta sinn?

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Í Reykjavíkurkjördæmi suður eru nú átta konur inni og þrír karlar.
Í Reykjavíkurkjördæmi suður eru nú átta konur inni og þrír karlar. Vísir/Vilhelm

Eins og sakir standa eru fleiri konur en karlar inni á þingi. Ef kynjahlutföllin haldast óbreytt verður þetta í fyrsta sinn sem konur eru í meirihluta á Alþingi.

Fram eftir kvöldi hafa 32 konur verið inni en 31 karl.

Í Norðausturkjördæmi eru fimm konur inni og fimm karlar, í Norðvesturkjördæmi eru þrjár konur inni og fimm karlar, í Reykjavíkurkjördæmi norður eru sex konur inni og fimm karlar, í Reykjavíkurkjördæmi suður eru átta konur inni og þrír karlar, í Suðurkjördæmi eru fimm konur inni og fimm karlar og í Suðvesturkjördæmi eru fimm konur inni og átta karlar.

Meðal næstu manna inn eru þrjár konur og þrír karlar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×