Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar.
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar.

Í fréttum okkar í kvöld verða Alþingiskosningarnar í forgrunni. Við förum yfir kjörsóknina, sjáum formennina kjósa, greinum kosningatískuna, heyrum í kjósendum á kjörstað og ræðum við afmælisbarn sem fékk að kjósa í fyrsta sinn í dag.

Við fylgjumst einnig með fagnaðarlátum Víkinga, sem urðu Íslandsmeistarar karla í knattspyrnu í fyrsta sinn í 30 ár. Hátt í þrjú þúsund Víkingar ærðust úr fögnuði þegar niðurstaðan var ljós.

Og að sjálfsögðu, munum við fylgjast með nýjustu ævintýrum rostungsins Valla.

Kvöldfréttinar hefjast klukkan 18.30 og eru í opinni dagskrá í tilefni Alþingiskosninganna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×