Brot úr prósenti getur haft mikil áhrif á möguleg stjórnarmynstur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. september 2021 13:58 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Vísir/Vilhelm Litlar hreyfingar á fylgi geta haft miklar afleiðingar í för með sér, að sögn Eiríks Bergmann, stjórnmálafræðings. Hann telur Alþingiskosningarnar nú þær mest spennandi í langan tíma. Mesta spennan sé hvort að ríkisstjórnin haldi og hvaða flokkar ná yfir fimm prósent þröskuldinn. Tæplega 48.000 manns voru búnir að kjósa utan kjörfundar klukkan 19:00 í gærkvöldi. Það eru mun fleiri en í síðustu kosningum. Eríkur segir að síðustu ár hafi á fleiri nýtt sér þann kost að kjósa utan kjörfundar. Þá tilhneigingu megi einnig sjá erlendis. Þessi mikli fjöldi gæti einnig tengst kórónuveirufaraldrinum. Mikill fjöldi utankjörfundaratkvæði flæki vissulega talningu enda má ekki byrja að telja þau fyrr en kjörstöðum er lokað. Ástæðan er sú að þeir sem skila utankjörfundaratkvæði geta enn kosið á kjördag og ekki sé hægt að telja atkvæði þeirra tvisvar. „Hins vegar hefur hingað til ekki verið grundvallarmunur á atkvæðum greiddum utankjörfundar eða á kjördegi. Fylgi flokkanna hefur verið á svipuðu róli í báðum gerðum atkvæða,“ segir Eiríkur. Spurning hvernig ríkisstjórn verður mynduð með níu flokka á þingi Kosningarnar nú segir Eiríkur þær mest spennandi lengi. „Í fyrsta lagi er feykilega mikil spenna um það hvort ríkisstjórnin haldi velli eða falli. Að undanförnu höfðu kannanir sýnt að ríkisstjórnin væri svo gott sem fallin. Síðan hafa verið að koma kannanir alveg á lokametrunum sem sýna hana halda velli og í rauninni vel það. Það er gríðarlega mikið spennuatriði,“ segir hann. Þá sé spennandi að sjá hvaða flokkar ná upp fyrir fimm próenta þröskuldinn sem þarf til að flokkar fái jöfnunarþingsæti. „Síðan er það auðvitað spennan sem fylgir því ef níu flokkar eru komnir inn á þing hvernig maður myndar ríkisstjórn við slíkar aðstæður sem ekki hafa verið uppi áður í íslenskum stjórnmálum,“ segir Eiríkur. Skoðanakannanir sýna einnig að vegna þess hversu margir flokkarnir eru og atkvæðin dreifast að örlitlar breytingar, jafnvel aðeins brot úr prósenti, geti gerbreytt stöðunni og möguleikum á samsetningu ríkisstjórnar. „Litlar hreyfingar geta haft miklar afleiðingar í för með sér.“ Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira
Tæplega 48.000 manns voru búnir að kjósa utan kjörfundar klukkan 19:00 í gærkvöldi. Það eru mun fleiri en í síðustu kosningum. Eríkur segir að síðustu ár hafi á fleiri nýtt sér þann kost að kjósa utan kjörfundar. Þá tilhneigingu megi einnig sjá erlendis. Þessi mikli fjöldi gæti einnig tengst kórónuveirufaraldrinum. Mikill fjöldi utankjörfundaratkvæði flæki vissulega talningu enda má ekki byrja að telja þau fyrr en kjörstöðum er lokað. Ástæðan er sú að þeir sem skila utankjörfundaratkvæði geta enn kosið á kjördag og ekki sé hægt að telja atkvæði þeirra tvisvar. „Hins vegar hefur hingað til ekki verið grundvallarmunur á atkvæðum greiddum utankjörfundar eða á kjördegi. Fylgi flokkanna hefur verið á svipuðu róli í báðum gerðum atkvæða,“ segir Eiríkur. Spurning hvernig ríkisstjórn verður mynduð með níu flokka á þingi Kosningarnar nú segir Eiríkur þær mest spennandi lengi. „Í fyrsta lagi er feykilega mikil spenna um það hvort ríkisstjórnin haldi velli eða falli. Að undanförnu höfðu kannanir sýnt að ríkisstjórnin væri svo gott sem fallin. Síðan hafa verið að koma kannanir alveg á lokametrunum sem sýna hana halda velli og í rauninni vel það. Það er gríðarlega mikið spennuatriði,“ segir hann. Þá sé spennandi að sjá hvaða flokkar ná upp fyrir fimm próenta þröskuldinn sem þarf til að flokkar fái jöfnunarþingsæti. „Síðan er það auðvitað spennan sem fylgir því ef níu flokkar eru komnir inn á þing hvernig maður myndar ríkisstjórn við slíkar aðstæður sem ekki hafa verið uppi áður í íslenskum stjórnmálum,“ segir Eiríkur. Skoðanakannanir sýna einnig að vegna þess hversu margir flokkarnir eru og atkvæðin dreifast að örlitlar breytingar, jafnvel aðeins brot úr prósenti, geti gerbreytt stöðunni og möguleikum á samsetningu ríkisstjórnar. „Litlar hreyfingar geta haft miklar afleiðingar í för með sér.“
Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira