Eitthvað borið á erfiðleikum með rafræn ökuskírteini í Reykjavík Kjartan Kjartansson skrifar 25. september 2021 12:05 Frá kjörstað í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. Kosningarnar nú eru þær fyrstu þar sem rafræn ökuskírteini eru í umferð. Vísir/Vilhelm Borið hefur á einhverjum erfiðleikum með að staðreyna rafræn ökuskírteini kjósenda sem hafa vísað þeim fram á kjörstöðum í Reykjavík í morgun. Oddviti yfirkjörstjórnar segist þó ekki hafa heyrt af neinum verulegum vandkvæðum. Alþingiskosningarnar í dag eru þær fyrstu þar sem kjósendur geta notað rafrænt ökuskírteini sem persónuskilríki á kjörstað. Einhverjar áhyggjur hafa verið uppi um að erfiðleikar gætu komið upp við að staðreyna þau. Erla S. Árnadóttir, oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík, segir staðreyna þurfi ökuskírteinin með að skanna þau. Einhvað hafi borið á erfiðleikum með það í morgun. Hún hafi ekki fengið skýringar á hvers konar vandamál hafi komið upp með að staðreyna skilríkin. „Það er þá hægt að nota aðrar aðferðir til að staðreyna hver kjósandinn er. Ég hef ekki heyrt um nein veruleg vandkvæði varðandi þetta,“ segir hún við Vísi. Starfsfólki kjörstjórnar var gerð grein fyrir því fyrir kjördag að þær aðstæður gætu komið upp að rétt væri að spyrja fólk hvort það hefði önnur skilríki með sér. Hvað sem mögulegum vandræðum með staðfestingu á rafærnum ökuskírteinum líður hefur kjörsókn í Reykjavík verið mun betri en í síðustu Alþingiskosningum. Klukkan ellefu höfðu 6,96% greitt atkvæði í Reykjavíkurkjördæmi norður, borið saman við 5,62% á sama tíma á kjördag 2017. Í Reykjavíkurkjördæmi suður höfðu 7,01% greitt atkvæði klukkan ellefu en 5,78% fyrir fjórum árum. Alþingiskosningar 2021 Reykjavík Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Sjá meira
Alþingiskosningarnar í dag eru þær fyrstu þar sem kjósendur geta notað rafrænt ökuskírteini sem persónuskilríki á kjörstað. Einhverjar áhyggjur hafa verið uppi um að erfiðleikar gætu komið upp við að staðreyna þau. Erla S. Árnadóttir, oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík, segir staðreyna þurfi ökuskírteinin með að skanna þau. Einhvað hafi borið á erfiðleikum með það í morgun. Hún hafi ekki fengið skýringar á hvers konar vandamál hafi komið upp með að staðreyna skilríkin. „Það er þá hægt að nota aðrar aðferðir til að staðreyna hver kjósandinn er. Ég hef ekki heyrt um nein veruleg vandkvæði varðandi þetta,“ segir hún við Vísi. Starfsfólki kjörstjórnar var gerð grein fyrir því fyrir kjördag að þær aðstæður gætu komið upp að rétt væri að spyrja fólk hvort það hefði önnur skilríki með sér. Hvað sem mögulegum vandræðum með staðfestingu á rafærnum ökuskírteinum líður hefur kjörsókn í Reykjavík verið mun betri en í síðustu Alþingiskosningum. Klukkan ellefu höfðu 6,96% greitt atkvæði í Reykjavíkurkjördæmi norður, borið saman við 5,62% á sama tíma á kjördag 2017. Í Reykjavíkurkjördæmi suður höfðu 7,01% greitt atkvæði klukkan ellefu en 5,78% fyrir fjórum árum.
Alþingiskosningar 2021 Reykjavík Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Sjá meira