Tvöfalt fleiri milljónir fyrir Ísland á EM Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2021 10:01 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir í leiknum við Holland í undankeppni HM á þriðjudagskvöld. Þær eru á leið á EM í Englandi næsta sumar. vísir/hulda margrét Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mun njóta góðs af því að ákveðið hefur verið að tvöfalt hærra verðlaunafé verði í boði á EM í Englandi næsta sumar en á EM í Hollandi árið 2017. Ísland er eitt af sextán landsliðum sem leika á EM og verður þetta fjórða Evrópumót íslenska liðsins í röð. Á EM 2017 í Hollandi var samtals 8 milljónum evra útdeilt á milli þátttökuliðanna, eftir árangri. Lið eins og Ísland sem féllu úr leik í riðlakeppninni fengu 300.000 evrur í sinn hlut hvert. Sú upphæð jafngildir í dag rúmlega 45 milljónum króna sem var sjálfsagt í ljósi kostnaðar við þátttöku á EM engin sérstök búbót fyrir KSÍ. Til samanburðar fengu lið að lágmarki 1,4 milljarða króna fyrir að spila á EM karla í sumar. Liðin sem leika á EM kvenna næsta sumar deila með sér tvöfalt hærra verðlaunafé en 2017, eða 16 milljónum evra (2,4 milljörðum króna), samkvæmt ákvörðun framkvæmdanefndar UEFA í gær. Á næstu dögum skýrist nákvæmlega hvernig verðlaunafénu verður skipt niður. Ljóst er þó að lágmarksupphæð verður hærri en 300.000 evrur og að hægt verður að fá bónusa fyrir að vinna leiki eða gera jafntefli í riðlakeppninni, þó að lið komist ekki áfram í 8-liða úrslit. Íslensk félög fá bætur vegna leikmanna sem spila á EM Þá munu knattspyrnufélög sem landsliðskonurnar á EM eru á mála hjá í fyrsta sinn fá bætur frá UEFA vegna þátttöku þeirra á mótinu. Heildarupphæðin sem greidd verður í slíkar bætur nemur 4,5 milljónum evra, jafnvirði 684 milljóna króna. Agla María Albertsdóttir er á mála hjá Breiðabliki og gæti tryggt félaginu tæpar 2 milljónir króna með því að fara á EM.vísir/hulda margrét Í ljósi þess að 23 leikmenn verða í hverjum landsliðshópi, eða samtals 368 leikmenn á mótinu, má ætla að þetta þýði bætur upp á hátt í 2 milljónir króna fyrir hvern leikmann. Ljóst er að Breiðablik, Valur og jafnvel fleiri íslensk félög koma til með að hagnast á þessu. EM 2021 í Englandi Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Sjá meira
Ísland er eitt af sextán landsliðum sem leika á EM og verður þetta fjórða Evrópumót íslenska liðsins í röð. Á EM 2017 í Hollandi var samtals 8 milljónum evra útdeilt á milli þátttökuliðanna, eftir árangri. Lið eins og Ísland sem féllu úr leik í riðlakeppninni fengu 300.000 evrur í sinn hlut hvert. Sú upphæð jafngildir í dag rúmlega 45 milljónum króna sem var sjálfsagt í ljósi kostnaðar við þátttöku á EM engin sérstök búbót fyrir KSÍ. Til samanburðar fengu lið að lágmarki 1,4 milljarða króna fyrir að spila á EM karla í sumar. Liðin sem leika á EM kvenna næsta sumar deila með sér tvöfalt hærra verðlaunafé en 2017, eða 16 milljónum evra (2,4 milljörðum króna), samkvæmt ákvörðun framkvæmdanefndar UEFA í gær. Á næstu dögum skýrist nákvæmlega hvernig verðlaunafénu verður skipt niður. Ljóst er þó að lágmarksupphæð verður hærri en 300.000 evrur og að hægt verður að fá bónusa fyrir að vinna leiki eða gera jafntefli í riðlakeppninni, þó að lið komist ekki áfram í 8-liða úrslit. Íslensk félög fá bætur vegna leikmanna sem spila á EM Þá munu knattspyrnufélög sem landsliðskonurnar á EM eru á mála hjá í fyrsta sinn fá bætur frá UEFA vegna þátttöku þeirra á mótinu. Heildarupphæðin sem greidd verður í slíkar bætur nemur 4,5 milljónum evra, jafnvirði 684 milljóna króna. Agla María Albertsdóttir er á mála hjá Breiðabliki og gæti tryggt félaginu tæpar 2 milljónir króna með því að fara á EM.vísir/hulda margrét Í ljósi þess að 23 leikmenn verða í hverjum landsliðshópi, eða samtals 368 leikmenn á mótinu, má ætla að þetta þýði bætur upp á hátt í 2 milljónir króna fyrir hvern leikmann. Ljóst er að Breiðablik, Valur og jafnvel fleiri íslensk félög koma til með að hagnast á þessu.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Sjá meira