Innlent

„Gríðarlega mikilvægt fyrir þetta samfélag að endurreisa kirkjuna“

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að það sé vilji allra stjórnmálaflokka að endurreisa kirkjuna í Grímsey.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að það sé vilji allra stjórnmálaflokka að endurreisa kirkjuna í Grímsey. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að hugur sinn sé hjá Grímseyingum. Hún er viss um að það sé ríkur vilji allra flokka til styðja við bakið á þeim við að endurbyggja kirkjuna í eyjunni.

Katrín Jakobsdóttir vakti athygli á því á Facebook í morgun að mikil menningarverðmæti væru horfin með brunanum á Miðgarðakirkju í Grímsey. Um sé að ræða óbætanlegt tjón.  Í samtali við fréttastofu segir Katrín að hugur sinn sé hjá Grímseyingum. 

„Við finnum öll til þess þegar menningarminjar hverfa í eldi. Ekki síst þegar það gerist í samfélagi eins og Grímsey, þar sem þessi kirkja hefur verið hluti af sögunni. Og auðvitað finnum við öll til með Grímseyingum þegar svona nokkuð gerist. Þetta er alveg ótrúlega sviplegt,“ segir Katrín. 

Aðspurð um hvort hún telji að stjórnvöld séu viljug að koma að endurbyggingu kirkjunnar svarar Katrín. 

„ Ég heyrði í bæjarstjóra Akureyrar í morgun vegna málsins en Grímsey heyrir undir stjórnsýsluna þar. Nú eru kosningar í nánd en ég held við hljótum öll að vera sammála um  að vilja styðja við bakið á Grímseyingum og bregðast við þessu með því að endurreisa kirkjuna. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir þetta samfélag að endurreisa kirkjuna.  Við munum heyra í heimamönnum í framhaldinu,“ segir Katrín. 


Tengdar fréttir

Bruninn í Gríms­ey: „Maður er bara hálf­dofinn“

„Maður er bara hálfdofinn. Þetta er alls ekki eitthvað sem maður á von á,“ segir Henning Henningsson, annar slökkviliðsmanna í Grímsey, eftir að Miðgarðakirkja brann til kaldra kola í nótt.

Íbúar fylgdust með kirkjunni brenna með tárin í augunum

Karen Nótt Halldórsdóttir, íbúi í Grímsey, var meðal þeirra sem horfðu upp á sögufræga Grímseyjarkirkju brenna til kaldra kola um ellefuleytið í kvöld. Karen segir tjónið fyrir eyjuna mikið, bæði í aðdráttarafli kirkjunnar fyrir ferðamenn en þó allra helst tilfinningalegt fyrir íbúana.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.