Nauðsynleg hjálpartæki tekin af lungnasjúklingum sem leggjast inn á stofnun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. september 2021 20:54 Ferðasúrefnissían sem sést lengst til hægri á myndinni er tekin af lungnasjúklingum þegar þeir leggjast inn á hjúkrunarheimili. Heimilin eiga að skaffa sjúklingum ný tæki en það er ekki alltaf gert vegna fjárskorts. Vísir/Egill Nauðsynleg hjálpartæki fyrir lungnasjúklinga eru tekin af þeim þegar þeir leggjast inn á hjúkrunarheimili. Mörgum eru ekki útveguð slík tæki af hjúkrunarheimilum vegna fjárskorts og verða félagslega einangraðir fyrir vikið. Hjálpartækin nefnast ferðasúrefnissíur og reyndust bylting í lífi lungnasjúklinga. Áður þurftu lungnasjúklingar að draga á eftir sér stóra súrefniskúta, sem hamlaði þeim för, en með ferðasúrefnissíunum öðluðust þeir áður óþekkt frelsi. „Þetta er heilsueflandi, að geta farið, geta hreyft sig, geta hitt fólk og geta tekið þátt í lífinu,“ segir Andrjes Guðmundsson, stjórnarmaður hjá Samtökum lungnasjúklinga. Ferðasúrefnissían vegur aðeins um eitt og hálft kíló en minnstu súrefniskútarnir vega um sex kíló, sem margir ráða ekki við. Ferðasúrefnissían stendur þó ekki öllum lungnasjúklingum til boða. „Þegar fólk leggst inn á stofnanir eins og þessa þarf það að skila af sér súrefnissíunum sínum. Stofnunin á svo að skaffa þeim nýja síu en það gerist ekki í öllum tilfellum vegna fjárskorts.“ Margir sjúklinganna fá súrefni í gegn um stórt tæki, sem er fast inni á herbergi þeirra og er hvergi hægt að færa. „Þar með er fólkið lokað inni í sínu afmarkaða rými og kemst bara fimmtán metra frá sinni stóru stöð,“ segir Andrjes. Sjá einnig: Lungnasjúklingar berjast um súrefnissíur Lungnasjúklingar verði þannig félagslega einangraðir og geti ekki tekið þátt í félagslífi sem boðið er upp á inni á stofnunum. „Í rauninni má segja að þau séu í fangelsi inni í sínu litla herbergi.“ Sumir grípi til þess ráðs að kaupa síurnar sjálfir. „Við höfum heyrt af því að í mörgum tilfellum eru aðstandendur að kaupa þessi tæki, sem eru mjög dýr, kosta hálfa milljón, og sitja svo uppi með þau og geta ekki lossnað við þau þegar ekki er þörf fyrir þau lengur.“ Krafan sé að lungnasjúklingar haldi sínum eigin síum þegar þeir leggist inn á stofnun. „Að það sé ekki þannig að daginn eftir að þú ert lagður inn eða legst inn á stofnun að þá komi handrukkari og hirði af þér síuna.“ Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Fleiri fréttir Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Sjá meira
Hjálpartækin nefnast ferðasúrefnissíur og reyndust bylting í lífi lungnasjúklinga. Áður þurftu lungnasjúklingar að draga á eftir sér stóra súrefniskúta, sem hamlaði þeim för, en með ferðasúrefnissíunum öðluðust þeir áður óþekkt frelsi. „Þetta er heilsueflandi, að geta farið, geta hreyft sig, geta hitt fólk og geta tekið þátt í lífinu,“ segir Andrjes Guðmundsson, stjórnarmaður hjá Samtökum lungnasjúklinga. Ferðasúrefnissían vegur aðeins um eitt og hálft kíló en minnstu súrefniskútarnir vega um sex kíló, sem margir ráða ekki við. Ferðasúrefnissían stendur þó ekki öllum lungnasjúklingum til boða. „Þegar fólk leggst inn á stofnanir eins og þessa þarf það að skila af sér súrefnissíunum sínum. Stofnunin á svo að skaffa þeim nýja síu en það gerist ekki í öllum tilfellum vegna fjárskorts.“ Margir sjúklinganna fá súrefni í gegn um stórt tæki, sem er fast inni á herbergi þeirra og er hvergi hægt að færa. „Þar með er fólkið lokað inni í sínu afmarkaða rými og kemst bara fimmtán metra frá sinni stóru stöð,“ segir Andrjes. Sjá einnig: Lungnasjúklingar berjast um súrefnissíur Lungnasjúklingar verði þannig félagslega einangraðir og geti ekki tekið þátt í félagslífi sem boðið er upp á inni á stofnunum. „Í rauninni má segja að þau séu í fangelsi inni í sínu litla herbergi.“ Sumir grípi til þess ráðs að kaupa síurnar sjálfir. „Við höfum heyrt af því að í mörgum tilfellum eru aðstandendur að kaupa þessi tæki, sem eru mjög dýr, kosta hálfa milljón, og sitja svo uppi með þau og geta ekki lossnað við þau þegar ekki er þörf fyrir þau lengur.“ Krafan sé að lungnasjúklingar haldi sínum eigin síum þegar þeir leggist inn á stofnun. „Að það sé ekki þannig að daginn eftir að þú ert lagður inn eða legst inn á stofnun að þá komi handrukkari og hirði af þér síuna.“
Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Fleiri fréttir Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Sjá meira