Styttist í slitlagið á fyrstu kaflana á Dynjandisheiði Kristján Már Unnarsson skrifar 20. september 2021 22:11 Nýi vegurinn liggur ofar á leiðinni upp úr Vatnsfirði. Einn versti kafli gamla vegarins þykir vera við brúna yfir Þverdalsá. Arnar Halldórsson Miklar samgöngubætur verða á Vestfjörðum á næstu vikum þegar tveir erfiðir vegarkaflar, á Dynjandisheiði og í botni Arnarfjarðar, verða leystir af hólmi með nýjum slitlagsköflum, samtals yfir tólf kílómetra löngum. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir frá verkinu. Það var um þetta leyti í fyrra sem starfsmenn Íslenskra aðalverktaka hófu vegagerðina í Penningsdal ofan Flókalundar og um Þverdal en þar fer Vestfjarðavegur upp á Dynjandisheiði. Bjarki Laxdal, verkstjóri ÍAV á Dynjandisheiði.Arnar Halldórsson „Okkur fannst nú svona fullseint farið af stað inni í haustinu og það þurfti mikið að ske yfir vetrartímann. Það tókst ágætlega,“ segir Bjarki Laxdal, sem er verkstjóri ÍAV á Dynjandisheiði. Á kaflanum við Þverdalsá liggur nýtt vegstæði ofan þess gamla og þar er búið að sprengja gríðarlegt magn úr hlíðinni. Leiðin upp úr Vatnsfirði um Penningsdal.Arnar Halldórsson „Þetta er ansi mikil vegagerð og meiri í raunveruleikanum heldur en lítur út á pappír.“ -Og krefjandi? „Þetta er mikið um sprengivinnu. Nánast öll fylling er sprengd og þetta er ekki flatlendisvegagerð,“ segir Bjarki. Það var svo í byrjun þessa árs sem starfsmenn Suðurverks, sem undirverktaka ÍAV, hófust handa við hinn verkhlutann, kafla í Arnarfirði milli Mjólkárvirkjunar og Dynjanda. Þar færist vegurinn úr fjallshlíðinni og niður undir sjávarmál. Í Dynjandisvogi færist vegurinn úr hlíðinni og niður undir sjávarmál.Arnar Halldórsson „Þeir eru búnir að leggja fyllingu og eru að keyra út styrktarlög og gera sig klára í klæðningu.“ Upphaflega var gert ráð fyrir að kaflarnir tveir yrðu alls tíu kílómetra langir. Breytt hönnun vegarins við Þverdalsá leiddi að sögn Bjarka til magnaukningar og þurfti að finna stað til að koma viðbótarefninu fyrir. Því hafi verið ákveðið að lengja veginn sem nam magnaukningunni. „Svo kom viðbót líka; að taka inn gatnamótin niður til Bíldudals og fara alveg upp að Norðdalsá.“ Frá nýja vegarkaflanum á Dynjandisheiði. Gamli vegurinn fjær til hægri.Arnar Halldórsson Þannig bætast um 2,5 kílómetrar við verkáfangann sem verður alls 12,5 kílómetra langur, þar af 650 metrar á nýjum Bíldudalsvegi. Gatnamótin til Bíldudals færast jafnframt um 300 metrum sunnar. Yfir fjörutíu manns vinna að vegagerðinni þessa dagana, 27 hjá ÍAV og 15 hjá Suðurverki. Þeir stefna að því að vegfarendur geti ekið báða kaflana á slitlagi fyrir veturinn. „Það er nú eins og alltaf; að kóngur vill sigla en byr mun ráða. Þetta ræðst nú svolítið af tíðarfari og veðri. Ég vonast til að það verði bara mjög fljótlega í október að menn komast allavega hér upp allan Pennusneiðinginn á slitlagi.“ Úr Arnarfirði. Horft inn Borgarfjörð í átt til Mjólkár. Nýi vegurinn fyrir neðan, sá gamli fyrir ofan.Arnar Halldórsson Kaflinn í Arnarfirði verður þó jafnvel fyrr. „Líklega verður búið að leggja á hann áður en við tökum þennan,“ segir Bjarki Laxdal, staddur við Þverdalsá. „Við skulum segja að þetta er upphafið að stórum samgöngubótum, að klára Dynjandisheiðina,“ segir verkstjórinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegagerð Samgöngur Ísafjarðarbær Vesturbyggð Umferðaröryggi Ferðamennska á Íslandi Dýrafjarðargöng Teigsskógur Tengdar fréttir Segja Vestfirði ekki þola frekari tafir á vegagerð „Vegakerfið á Vestfjörðum þolir einfaldlega ekki frekari tafir á samþykktum vegaframkvæmdum,“ segir í ályktun frá Vestfjarðastofu og sveitarfélögum á norðan- og sunnanverðum Vestfjörðum vegna frétta af frestun útboðs á Dynjandisheiði. 6. júlí 2021 12:35 Dynjandisheiði ekki í útboð á þessu ári vegna fjárskorts Vegagerðin hefur fallið frá því að bjóða út stærsta áfanga nýs vegar yfir Dynjandisheiði í sumar þar sem ekki eru til peningar í verkið. Áformað er þó að bjóða út næsta áfanga vegagerðar um Gufudalssveit í haust. 24. júní 2021 22:11 Vestfirðingar vonast til að ná vopnum sínum Opnunardagur Dýrafjarðarganga í haust var stór dagur á Vestfjörðum. Löng bílalestin við gangamunnann lýsti eftirvæntingunni. Um líkt leyti var vinna hafin við gerð nýs vegar yfir Dynjandisheiði og endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. 14. mars 2021 22:14 Þurfa að vinna rösklega í vetur á Dynjandisheiði Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 17. nóvember 2020 22:08 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir frá verkinu. Það var um þetta leyti í fyrra sem starfsmenn Íslenskra aðalverktaka hófu vegagerðina í Penningsdal ofan Flókalundar og um Þverdal en þar fer Vestfjarðavegur upp á Dynjandisheiði. Bjarki Laxdal, verkstjóri ÍAV á Dynjandisheiði.Arnar Halldórsson „Okkur fannst nú svona fullseint farið af stað inni í haustinu og það þurfti mikið að ske yfir vetrartímann. Það tókst ágætlega,“ segir Bjarki Laxdal, sem er verkstjóri ÍAV á Dynjandisheiði. Á kaflanum við Þverdalsá liggur nýtt vegstæði ofan þess gamla og þar er búið að sprengja gríðarlegt magn úr hlíðinni. Leiðin upp úr Vatnsfirði um Penningsdal.Arnar Halldórsson „Þetta er ansi mikil vegagerð og meiri í raunveruleikanum heldur en lítur út á pappír.“ -Og krefjandi? „Þetta er mikið um sprengivinnu. Nánast öll fylling er sprengd og þetta er ekki flatlendisvegagerð,“ segir Bjarki. Það var svo í byrjun þessa árs sem starfsmenn Suðurverks, sem undirverktaka ÍAV, hófust handa við hinn verkhlutann, kafla í Arnarfirði milli Mjólkárvirkjunar og Dynjanda. Þar færist vegurinn úr fjallshlíðinni og niður undir sjávarmál. Í Dynjandisvogi færist vegurinn úr hlíðinni og niður undir sjávarmál.Arnar Halldórsson „Þeir eru búnir að leggja fyllingu og eru að keyra út styrktarlög og gera sig klára í klæðningu.“ Upphaflega var gert ráð fyrir að kaflarnir tveir yrðu alls tíu kílómetra langir. Breytt hönnun vegarins við Þverdalsá leiddi að sögn Bjarka til magnaukningar og þurfti að finna stað til að koma viðbótarefninu fyrir. Því hafi verið ákveðið að lengja veginn sem nam magnaukningunni. „Svo kom viðbót líka; að taka inn gatnamótin niður til Bíldudals og fara alveg upp að Norðdalsá.“ Frá nýja vegarkaflanum á Dynjandisheiði. Gamli vegurinn fjær til hægri.Arnar Halldórsson Þannig bætast um 2,5 kílómetrar við verkáfangann sem verður alls 12,5 kílómetra langur, þar af 650 metrar á nýjum Bíldudalsvegi. Gatnamótin til Bíldudals færast jafnframt um 300 metrum sunnar. Yfir fjörutíu manns vinna að vegagerðinni þessa dagana, 27 hjá ÍAV og 15 hjá Suðurverki. Þeir stefna að því að vegfarendur geti ekið báða kaflana á slitlagi fyrir veturinn. „Það er nú eins og alltaf; að kóngur vill sigla en byr mun ráða. Þetta ræðst nú svolítið af tíðarfari og veðri. Ég vonast til að það verði bara mjög fljótlega í október að menn komast allavega hér upp allan Pennusneiðinginn á slitlagi.“ Úr Arnarfirði. Horft inn Borgarfjörð í átt til Mjólkár. Nýi vegurinn fyrir neðan, sá gamli fyrir ofan.Arnar Halldórsson Kaflinn í Arnarfirði verður þó jafnvel fyrr. „Líklega verður búið að leggja á hann áður en við tökum þennan,“ segir Bjarki Laxdal, staddur við Þverdalsá. „Við skulum segja að þetta er upphafið að stórum samgöngubótum, að klára Dynjandisheiðina,“ segir verkstjórinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegagerð Samgöngur Ísafjarðarbær Vesturbyggð Umferðaröryggi Ferðamennska á Íslandi Dýrafjarðargöng Teigsskógur Tengdar fréttir Segja Vestfirði ekki þola frekari tafir á vegagerð „Vegakerfið á Vestfjörðum þolir einfaldlega ekki frekari tafir á samþykktum vegaframkvæmdum,“ segir í ályktun frá Vestfjarðastofu og sveitarfélögum á norðan- og sunnanverðum Vestfjörðum vegna frétta af frestun útboðs á Dynjandisheiði. 6. júlí 2021 12:35 Dynjandisheiði ekki í útboð á þessu ári vegna fjárskorts Vegagerðin hefur fallið frá því að bjóða út stærsta áfanga nýs vegar yfir Dynjandisheiði í sumar þar sem ekki eru til peningar í verkið. Áformað er þó að bjóða út næsta áfanga vegagerðar um Gufudalssveit í haust. 24. júní 2021 22:11 Vestfirðingar vonast til að ná vopnum sínum Opnunardagur Dýrafjarðarganga í haust var stór dagur á Vestfjörðum. Löng bílalestin við gangamunnann lýsti eftirvæntingunni. Um líkt leyti var vinna hafin við gerð nýs vegar yfir Dynjandisheiði og endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. 14. mars 2021 22:14 Þurfa að vinna rösklega í vetur á Dynjandisheiði Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 17. nóvember 2020 22:08 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Segja Vestfirði ekki þola frekari tafir á vegagerð „Vegakerfið á Vestfjörðum þolir einfaldlega ekki frekari tafir á samþykktum vegaframkvæmdum,“ segir í ályktun frá Vestfjarðastofu og sveitarfélögum á norðan- og sunnanverðum Vestfjörðum vegna frétta af frestun útboðs á Dynjandisheiði. 6. júlí 2021 12:35
Dynjandisheiði ekki í útboð á þessu ári vegna fjárskorts Vegagerðin hefur fallið frá því að bjóða út stærsta áfanga nýs vegar yfir Dynjandisheiði í sumar þar sem ekki eru til peningar í verkið. Áformað er þó að bjóða út næsta áfanga vegagerðar um Gufudalssveit í haust. 24. júní 2021 22:11
Vestfirðingar vonast til að ná vopnum sínum Opnunardagur Dýrafjarðarganga í haust var stór dagur á Vestfjörðum. Löng bílalestin við gangamunnann lýsti eftirvæntingunni. Um líkt leyti var vinna hafin við gerð nýs vegar yfir Dynjandisheiði og endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. 14. mars 2021 22:14
Þurfa að vinna rösklega í vetur á Dynjandisheiði Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 17. nóvember 2020 22:08