Innlent

73 nem­endur Öldu­sels­skóla í sótt­kví

Eiður Þór Árnason skrifar
Lítil hópsýking er komin upp í Ölduselsskóla.
Lítil hópsýking er komin upp í Ölduselsskóla. Reykjavíkurborg

73 nemendur í þriðja og fjórða bekk Ölduselsskóla í Reykjavík hafa verið sendir í sóttkví eftir að samnemendur greindust með Covid-19 í gær. Þá eru fimm starfsmenn skólans komnir í sóttkví.

Langstærstur hluti árganganna tveggja mætir því ekki í skólann á mánudag en nokkrir nemendur sem hafa ekki verið í skólanum og sloppið við útsetningu munu sitja í heldur fámennum skólastofum.

„Smitin sem komu upp í gær hjá nemendum eru þess eðlis að við sáum ekki alveg tengingu á milli þeirra og smitrakningarteymið ráðlagði okkur að senda alla í sóttkví til að komast fyrir einhver smit sem væru mögulega að grassera,“ segir Elínrós Benediktsdóttir, skólastjóri Ölduselsskóla, í samtali við Vísi.

Áður voru nemendur í svokallaðri smitgát en hún felur meðal annars í sér að fólk fari í hraðpróf á fyrsta og fjórða degi smitgátar.

„Það kemur jákvæð niðurstaða hjá þeim og það gefur vísbendingu um að þetta hafi farið eitthvað víðar,“ segir Elínrós. Börnin hafi því verið send í sóttkví til að reyna að ná utan um útbreiðsluna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.