Fótbolti

West Ham hóf Evrópudeildina á sigri | Sjö marka leikur á Spáni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Michail Antonio skoraði fyrra mark West Ham í dag.
Michail Antonio skoraði fyrra mark West Ham í dag. Griffiths/West Ham United FC via Getty Images

Af þeim 15 leikjum sem fara fram í Evrópudeildinni í kvöld er nú átta lokið. Enska félagið West Ham vann góðan 2-0 útisigur gegn Dinamo Zagreb og Real Betis vann Celtic 4-3 í bráðfjörugum leik svo eitthvað sé nefnt.

Michail Antonio kom West ham yfir gegn Dinamo Zagreb á 22. mínútu og staðan var 1-0 þegar flautað var til hálfleiks. 

Declan Rice tvöfaldaði forystuna fyrir West ham á 50. mínútu og þar við sat.

Abian Ajeti og Josip Juranovic komu Celtic í 2-0 gegn Real Betis áður en Juan Miranda og Juanmi skoruðu sitt markið hvor og jöfnuðu leikinn fyrir hálfleik.

Borja Iglesias kom Betis mönnum í forystu eftir 50 mínútna leik og þrem mínútum síðar skoraði Juanmi sitt annað mark, og fjórða mark Betis.

Anthony Ralston minnkaði muninn þrem mínútum fyrir leikslok, en nær komust Celtic menn ekki og niðurstaðan því 4-3.

tyrkneska liðið Galatasaray vann sterkan 1-0 sigur gegn ítalska liðinu Lazio, en það var Thomas Strakosha sem skoraði eina mark leiksins þegar hann varð fyrir því óláni að setja boltann í sitt eigið net á 67. mínútu.

E-riðill

Galatasaray 1-0 Lazio

Lokomotiv Moskva 1-1 Marseille

F-riðill

FC Midtjylland 1-1 Ludogorets Razgad

Rauða Stjarnan 2-1 SC Braga

G-riðill

Bayer Leverkusen 2-1 Ferencvaros

Real Betis 4-3 Celtic

H-riðill

Dinamo Zagreb 0-2 West Ham

Rapid Wien 0-1 Genk




Fleiri fréttir

Sjá meira


×