Vilja láta rannsaka hvort brögð séu í tafli hjá útgerðunum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. september 2021 13:00 Guðmundur Helgi Þórarinsson formaður Félags vélstjora og málmtæknimanna. Vísir Formenn þriggja stéttafélaga sjómanna vilja að kannað verði hvort verðmæti sjávarafurða hækki óeðlilega meðan verið er að flytja þær út og því geti vantað um 20 milljarða króna inn í íslenskt hagkerfi. Skýrslu um málið hafi verið stungið ofan í skúffu í fjármálaráðuneytinu. Stéttarfélög sjómanna slitu samningaviðræðum við útgerðarmenn þann 7. september sl. um gerð nýs kjarasamnings. Sjómenn segjast þar hafa farið fram á að greitt yrði sama mótframlag í lífeyrissjóð og annað launafólk fær og að kauptrygging sjómanna hækki um sömu krónutölur og laun á almennum vinnumarkaði. Formenn þriggja stéttafélaga sjómanna skrifa svo grein á Vísi í dag sem er liður í kjarabaráttunni með yfirskriftinni Svik við sjómenn eru svik við þjóðina. Í greininni benda þeir á að í skýrslu sem fjármálaráðherra hafi látið gera 2016 virðist vera að það vanti um 8,3% uppá verðmæti sjávarafurða þegar þær séu skráðar úr landi. Það þýði að verðmæti þeirra hækki meðan verið sé að flytja þær út eða það sem kallað sé hækkun í hafi. En þetta hafi verulega þýðingu því stærstu útgerðirnar eigi allt í senn, bátana, vinnslurnar, íslensku og erlendu sölufyrirtækin. Þá séu dæmi að fyrirtækin eigi hlut í fiskverslunum erlendis. Guðmundur Helgi Þórarinsson formaður Félags vélstjóra- og málmtæknimanna, einn greinarhöfunda segir gríðarlega mikilvægt að þetta verði rannsakað. „Við höfum reiknað þetta út að þetta þýði að það vanti um 20 milljarða á ári inn í íslenskt hagkerfi. Ef maður er á hlutaskiptakerfi eins og sjómenn eru þá þarf að vera öruggt að það sé reiknað út frá réttum stofni. Þannig að við teljum að það þurfi að rannsaka þessi mál. Hins vegar virðist skýrslu um þessi mál bara hafa verið stungið ofan í skúffu í fjármálaráðuneytinu,“ segir Guðmundur. Hann segir um gríðarlega hagsmuni að ræða. „Það er öll þjóðin sem tapar á þessu. Ef þetta eru 20 milljarðar á ári, þá vantar örugglega 7-8 milljarðar inn í ríkiskassann.“ segir Guðmundur. Guðmundur segir sjómenn velta fyrir sér hvaða stjórnmálaflokkar séu tilbúnir að laga kerfið. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki viljað breyta neinu í þessu kerfi og jafnvel ekki Framsóknarflokkurinn heldur. En við höfum séð það á síðustu 20 árum hvernig auður útgerðarmanna hefur aukist langt umfram annarra í landinu. Þannig að við viljum láta skoða þetta,“ segir Guðmundur. Sjávarútvegur Kjaramál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Stéttarfélög sjómanna slitu samningaviðræðum við útgerðarmenn þann 7. september sl. um gerð nýs kjarasamnings. Sjómenn segjast þar hafa farið fram á að greitt yrði sama mótframlag í lífeyrissjóð og annað launafólk fær og að kauptrygging sjómanna hækki um sömu krónutölur og laun á almennum vinnumarkaði. Formenn þriggja stéttafélaga sjómanna skrifa svo grein á Vísi í dag sem er liður í kjarabaráttunni með yfirskriftinni Svik við sjómenn eru svik við þjóðina. Í greininni benda þeir á að í skýrslu sem fjármálaráðherra hafi látið gera 2016 virðist vera að það vanti um 8,3% uppá verðmæti sjávarafurða þegar þær séu skráðar úr landi. Það þýði að verðmæti þeirra hækki meðan verið sé að flytja þær út eða það sem kallað sé hækkun í hafi. En þetta hafi verulega þýðingu því stærstu útgerðirnar eigi allt í senn, bátana, vinnslurnar, íslensku og erlendu sölufyrirtækin. Þá séu dæmi að fyrirtækin eigi hlut í fiskverslunum erlendis. Guðmundur Helgi Þórarinsson formaður Félags vélstjóra- og málmtæknimanna, einn greinarhöfunda segir gríðarlega mikilvægt að þetta verði rannsakað. „Við höfum reiknað þetta út að þetta þýði að það vanti um 20 milljarða á ári inn í íslenskt hagkerfi. Ef maður er á hlutaskiptakerfi eins og sjómenn eru þá þarf að vera öruggt að það sé reiknað út frá réttum stofni. Þannig að við teljum að það þurfi að rannsaka þessi mál. Hins vegar virðist skýrslu um þessi mál bara hafa verið stungið ofan í skúffu í fjármálaráðuneytinu,“ segir Guðmundur. Hann segir um gríðarlega hagsmuni að ræða. „Það er öll þjóðin sem tapar á þessu. Ef þetta eru 20 milljarðar á ári, þá vantar örugglega 7-8 milljarðar inn í ríkiskassann.“ segir Guðmundur. Guðmundur segir sjómenn velta fyrir sér hvaða stjórnmálaflokkar séu tilbúnir að laga kerfið. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki viljað breyta neinu í þessu kerfi og jafnvel ekki Framsóknarflokkurinn heldur. En við höfum séð það á síðustu 20 árum hvernig auður útgerðarmanna hefur aukist langt umfram annarra í landinu. Þannig að við viljum láta skoða þetta,“ segir Guðmundur.
Sjávarútvegur Kjaramál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira