Fótbolti

Ísland heldur áfram að hrapa niður heimslistann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ísland hefur fallið niður um fjórtán sæti á styrkleikalista FIFA á þessu ári.
Ísland hefur fallið niður um fjórtán sæti á styrkleikalista FIFA á þessu ári. vísir/Hulda Margrét

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fer niður um sjö sæti á nýjum styrkleikalista FIFA. Ísland er nú í 60. sæti hans.

Íslenska liðið fékk aðeins eitt stig í þremur leikjum í undankeppni HM 2022 fyrr í þessum mánuði. Ísland gerði jafntefli við Norður-Makedóníu en tapaði fyrir Rúmeníu og Þýskalandi.

Ísland hefur núna hrapað niður um fjórtán sæti á heimslistanum á þessu ári. Á fyrsta lista ársins voru Íslendingar í 46. sæti en eru núna í því sextugasta.

Íslenska liðið hefur ekki verið jafn neðarlega á heimslistanum síðan í upphafi stjórnartíðar Lars Lagerbäck árið 2012.

Belgía er áfram í efsta sæti heimslistans og Brasilía kemur þar á eftir. England hoppar upp fyrir Frakkland í 3. sætið og er því á meðal þriggja bestu liða heims í fyrsta sinn í níu ár. Danmörk er komið í 10. sætið eftir góð úrslit á þessu ári.

Staða efstu tíu liða á heimslistanum

  1. Belgía
  2. Brasilía
  3. England
  4. Frakkland
  5. Ítalía
  6. Argentína
  7. Portúgal
  8. Spánn
  9. Mexíkó
  10. DanmörkFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.