Klopp taldi sína menn hafa týnst í eigin spilamennsku og telur að fólk horfi ekki nóg á fótbolta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. september 2021 22:31 Þjóðverjinn fagnaði vel og innilega í leikslok. Shaun Botterill/Getty Images Jürgen Klopp var sáttur með endurkomu sinna manna gegn AC Milan í kvöld. Hann var hins vegar ósáttur með kæruleysið sem hleypti gestunum frá Mílanó inn í leikinn og svo var hann hvumsa yfir því að ekkert félag hafi boðið í Divock Origi meðan félagaskiptaglugginn var opinn. „Við byrjuðum ótrúlega vel. Spiluðum hreint út sagt frábærlega, á háu tempó en samt klókt. Við spiluðum í spiluðum í öllum þeim svæðum sem við þurftum að spila í og gáfum þeim ekki neitt þangað til … ég er eiginlega ekki viss,“ sagði Klopp eftir leik en hans lið virtist með leikinn þar sem það vildi hafa hann. Það er áður en AC Milan skoraði tvö mörk með stuttu millibili og var 2-1 yfir í hálfleik. „Okkur var refsað undir lok fyrri hálfleiks en það byrjaði fyrr. Við týndum okkur í eigin fótbolta. Við vorum ekki að spila einfalt, sóknarlega og varnarlega vorum við ekki skipulagðir. Þegar við erum skipulagðir erum við frábærir, Fabinho er frábær, en þegar við erum óskipulagðir getur hann ekki einu sinni leyst öll okkar vandræði varnarlega.“ „Þeir spiluðu á milli lína og skoruðu tvö mörk. Það var samt aldrei eins og við gætum ekki komið til baka. Það var ljóst að við þurfum að fara strax aftur í sama gír og við byrjuðum leikinn í. Þegar við gerðum það skoruðum við frábær mörk.“ „Sigurinn var sanngjarn en það voru tíu mínútur þar sem Milan gjörbreytti næstum útkomu leiksins.“ „Divock Origi var frábær í kvöld. Hann fékk krampa sem er eðlilegt. Fólk gleymir hvað hann er góður, það er samt erfitt að koma honum í þetta lið. Við héldum að það myndu koma tilboð í hann í sumar en fólk horfir greinilega ekki nóg á fótbolta,“ sagði Klopp að lokum. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira
Hann var hins vegar ósáttur með kæruleysið sem hleypti gestunum frá Mílanó inn í leikinn og svo var hann hvumsa yfir því að ekkert félag hafi boðið í Divock Origi meðan félagaskiptaglugginn var opinn. „Við byrjuðum ótrúlega vel. Spiluðum hreint út sagt frábærlega, á háu tempó en samt klókt. Við spiluðum í spiluðum í öllum þeim svæðum sem við þurftum að spila í og gáfum þeim ekki neitt þangað til … ég er eiginlega ekki viss,“ sagði Klopp eftir leik en hans lið virtist með leikinn þar sem það vildi hafa hann. Það er áður en AC Milan skoraði tvö mörk með stuttu millibili og var 2-1 yfir í hálfleik. „Okkur var refsað undir lok fyrri hálfleiks en það byrjaði fyrr. Við týndum okkur í eigin fótbolta. Við vorum ekki að spila einfalt, sóknarlega og varnarlega vorum við ekki skipulagðir. Þegar við erum skipulagðir erum við frábærir, Fabinho er frábær, en þegar við erum óskipulagðir getur hann ekki einu sinni leyst öll okkar vandræði varnarlega.“ „Þeir spiluðu á milli lína og skoruðu tvö mörk. Það var samt aldrei eins og við gætum ekki komið til baka. Það var ljóst að við þurfum að fara strax aftur í sama gír og við byrjuðum leikinn í. Þegar við gerðum það skoruðum við frábær mörk.“ „Sigurinn var sanngjarn en það voru tíu mínútur þar sem Milan gjörbreytti næstum útkomu leiksins.“ „Divock Origi var frábær í kvöld. Hann fékk krampa sem er eðlilegt. Fólk gleymir hvað hann er góður, það er samt erfitt að koma honum í þetta lið. Við héldum að það myndu koma tilboð í hann í sumar en fólk horfir greinilega ekki nóg á fótbolta,“ sagði Klopp að lokum. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira