Það var ég eða hann segir lögreglumaður sem skaut kollega sinn eftir rifrildi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. september 2021 22:08 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Steve Russell/Toronto Star - Getty Images) Réttarhöld eru hafin yfir kanadískum lögreglumanni sem var skotinn af öðrum lögreglumanni eftir rifrildi þeirra á milli úti á vettvangi. Lögreglumaðurinn sem var skotinn er ákærður fyrir mótþróa við handtöku, líkamsárás með vopni og árás á lögregluþjón. Sá sem skaut segir að um sjálfsvörn hafi verið að ræða. Atvikið átti sér stað í Ontario í Kanada árið 2018. Þar voru lögreglumennirnir Nathan Parker og Shane Donovan á vettvangi bílslyss þar sem verið var að endurskapa slysið í þágu rannsóknar á slysinu. Donovan var yfirmaður á vettvangi og skipaði hann Parker að koma í veg fyrir að vegfarendur gætu ekið á veginum þar sem lögregla var við störf. Eitthvað virðist það hafa farið öfugt ofan í Parker sem ætlaði sér að yfirgefa svæðið. Þegar Donovan bað hann um að vera áfram sagðist Parker þurfa að fara á klósettið. Það var þá sem hiti hljóp í leikinn. Donavan ræskti sig og minnti Parker á að hann væri yfirmaður á svæðinu. Samkvæmt frétt Guardian stuggaði Parker þá við Donovan. Tilkynnti Donovan þá Parker að hann væri handtekinn. „Já, þú vilt gera þetta svona“ Í réttarsalnum greindi Donovan frá því að á því augnabliki hafi hann fengið bylmingshögg frá Parker. Við það hafi Donovan ætlað að draga úr spennunni með því að draga sig í hlé en Parker hafi haldið áfram, meðal annars með því að grípa til lögreglukylfu sem hann var með á sér. Sagðist Donovan þá hafa óttast um líf sitt þannig að hann mundaði byssu sína. „Já, þú vilt gera þetta svona,“ er Parker þá hafa sagt er hann dró upp sína eigin byssu. „Ég vissi að ef hann mundi grípa til byssunnar myndi hann drepa mig. Það var ég eða hann,“ sagði Donovan sem alls hleypti af níu skotum. Alls hlaut Parker fjögur skotsár auk annarra sára. Saksóknarar kærði Donovan í fyrstu vegna málsins fyrir tilraun til morðs en ákærurnar voru látnar niður falla, og þess í stað var Parker ákærður fyrir sinn þátt í málinu. Kanada Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Sjá meira
Atvikið átti sér stað í Ontario í Kanada árið 2018. Þar voru lögreglumennirnir Nathan Parker og Shane Donovan á vettvangi bílslyss þar sem verið var að endurskapa slysið í þágu rannsóknar á slysinu. Donovan var yfirmaður á vettvangi og skipaði hann Parker að koma í veg fyrir að vegfarendur gætu ekið á veginum þar sem lögregla var við störf. Eitthvað virðist það hafa farið öfugt ofan í Parker sem ætlaði sér að yfirgefa svæðið. Þegar Donovan bað hann um að vera áfram sagðist Parker þurfa að fara á klósettið. Það var þá sem hiti hljóp í leikinn. Donavan ræskti sig og minnti Parker á að hann væri yfirmaður á svæðinu. Samkvæmt frétt Guardian stuggaði Parker þá við Donovan. Tilkynnti Donovan þá Parker að hann væri handtekinn. „Já, þú vilt gera þetta svona“ Í réttarsalnum greindi Donovan frá því að á því augnabliki hafi hann fengið bylmingshögg frá Parker. Við það hafi Donovan ætlað að draga úr spennunni með því að draga sig í hlé en Parker hafi haldið áfram, meðal annars með því að grípa til lögreglukylfu sem hann var með á sér. Sagðist Donovan þá hafa óttast um líf sitt þannig að hann mundaði byssu sína. „Já, þú vilt gera þetta svona,“ er Parker þá hafa sagt er hann dró upp sína eigin byssu. „Ég vissi að ef hann mundi grípa til byssunnar myndi hann drepa mig. Það var ég eða hann,“ sagði Donovan sem alls hleypti af níu skotum. Alls hlaut Parker fjögur skotsár auk annarra sára. Saksóknarar kærði Donovan í fyrstu vegna málsins fyrir tilraun til morðs en ákærurnar voru látnar niður falla, og þess í stað var Parker ákærður fyrir sinn þátt í málinu.
Kanada Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Sjá meira