Heilbrigðismálin muni ekki skipta sköpum þegar fólk gerir upp hug sinn Snorri Másson skrifar 15. september 2021 21:15 Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor spáir í spilin. Vísir/Sigurjón Stjórnmálafræðiprófessor segir enn alveg opið hvort ríkisstjórnin haldi velli í komandi kosningum. Það velti síðan á Katrínu Jakobsdóttur hvort samstarfinu verði haldið áfram ef meirihlutinn heldur. Í könnun Maskínu fyrir Bylgjuna, Stöð 2 og Vísi var fólk spurt um þau mál sem það teldi vera stærstu málin fyrir komandi kosningar. Lang flestir nefndu heilbrigðismálin eða 67,8 prósent. Þar á eftir koma umhverfis- og loftlagsmál með 41,3 prósent, efnahags- og skattamál með 33,8 prósent og um og í kringum tólf prósent telja auðlindir og kvótakerfi, menntamál og samgöngu og byggðamál vera mikilvæg. Önnur mál skora undir tíu prósentum. Þrátt fyrir að mikill meirihluti kjósenda telji heilbrigðismál vera stærsta málið fyrir komandi kosningar, telur stjórnmálafræðiprófessor þó ekki að þau muni skipta sköpum þegar komið er að kjörkassanum. „Ég er ekki viss um að heilbrigðismálin muni skipta sköpum fyrir mjög marga þegar þeir fara að gera upp hug sinn. Það er að vísu dálítill ágreiningur í heilbrigðismálunum en ekkert gríðarlega mikill,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Mikill munur á kjósendum Afgerandi munur er á kjósendum ólíkra flokka þegar það er spurt út í mikilvægi loftslagsmála, sem er þó talið annað mikilvægasta málið þegar á heildina er litið. Kjósendur Samfylkingarinnar og Vinstri grænna leggja hvað mesta áherslu á málaflokkinn en mun síður kjósendur Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Flokks fólksins. Að mati Ólafs er aukið mikilvægi þessa málaflokks líklega komið til að vera. Ólafur segir enn alveg opið hvort ríkisstjórnin haldi velli eftir kosningar. „Ef hún heldur velli held ég að það sé algerlega opið hvort þessir þrír flokkar vilji halda áfram stjórnarsamstarfi. Það veltur í rauninni fyrst og fremst á Katrínu Jakobsdóttur og Vinstri grænum,“ segir Ólafur. VG geti þannig einnig farið í vinstri stjórn með að minnsta kosti þremur öðrum flokkum. Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Fremur leiðinleg kosningabarátta og litlausir frambjóðendur Innan við tvær vikur eru nú til kosninga til sambandsþings Þýskalands sem munu leiða í ljós hver verður arftaki Angelu Merkel sem mun senn láta af embætti kanslara eftir um sextán ár í starfi. Stjórnmálafræðiprófessor segir að mörgum þyki kosningabaráttan hafa verið fremur leiðinleg og marga helstu frambjóðendur vera litlausa. 15. september 2021 08:20 Ríkisstjórnin kolfallin samkvæmt könnun Maskínu Ríkisstjórnin er kolfallin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Bylgjuna, Stöð 2 og Vísi og fengju stjórnarflokkarnir samanlagt aðeins tuttugu og níu þingmenn. 14. september 2021 12:14 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Í könnun Maskínu fyrir Bylgjuna, Stöð 2 og Vísi var fólk spurt um þau mál sem það teldi vera stærstu málin fyrir komandi kosningar. Lang flestir nefndu heilbrigðismálin eða 67,8 prósent. Þar á eftir koma umhverfis- og loftlagsmál með 41,3 prósent, efnahags- og skattamál með 33,8 prósent og um og í kringum tólf prósent telja auðlindir og kvótakerfi, menntamál og samgöngu og byggðamál vera mikilvæg. Önnur mál skora undir tíu prósentum. Þrátt fyrir að mikill meirihluti kjósenda telji heilbrigðismál vera stærsta málið fyrir komandi kosningar, telur stjórnmálafræðiprófessor þó ekki að þau muni skipta sköpum þegar komið er að kjörkassanum. „Ég er ekki viss um að heilbrigðismálin muni skipta sköpum fyrir mjög marga þegar þeir fara að gera upp hug sinn. Það er að vísu dálítill ágreiningur í heilbrigðismálunum en ekkert gríðarlega mikill,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Mikill munur á kjósendum Afgerandi munur er á kjósendum ólíkra flokka þegar það er spurt út í mikilvægi loftslagsmála, sem er þó talið annað mikilvægasta málið þegar á heildina er litið. Kjósendur Samfylkingarinnar og Vinstri grænna leggja hvað mesta áherslu á málaflokkinn en mun síður kjósendur Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Flokks fólksins. Að mati Ólafs er aukið mikilvægi þessa málaflokks líklega komið til að vera. Ólafur segir enn alveg opið hvort ríkisstjórnin haldi velli eftir kosningar. „Ef hún heldur velli held ég að það sé algerlega opið hvort þessir þrír flokkar vilji halda áfram stjórnarsamstarfi. Það veltur í rauninni fyrst og fremst á Katrínu Jakobsdóttur og Vinstri grænum,“ segir Ólafur. VG geti þannig einnig farið í vinstri stjórn með að minnsta kosti þremur öðrum flokkum.
Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Fremur leiðinleg kosningabarátta og litlausir frambjóðendur Innan við tvær vikur eru nú til kosninga til sambandsþings Þýskalands sem munu leiða í ljós hver verður arftaki Angelu Merkel sem mun senn láta af embætti kanslara eftir um sextán ár í starfi. Stjórnmálafræðiprófessor segir að mörgum þyki kosningabaráttan hafa verið fremur leiðinleg og marga helstu frambjóðendur vera litlausa. 15. september 2021 08:20 Ríkisstjórnin kolfallin samkvæmt könnun Maskínu Ríkisstjórnin er kolfallin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Bylgjuna, Stöð 2 og Vísi og fengju stjórnarflokkarnir samanlagt aðeins tuttugu og níu þingmenn. 14. september 2021 12:14 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Fremur leiðinleg kosningabarátta og litlausir frambjóðendur Innan við tvær vikur eru nú til kosninga til sambandsþings Þýskalands sem munu leiða í ljós hver verður arftaki Angelu Merkel sem mun senn láta af embætti kanslara eftir um sextán ár í starfi. Stjórnmálafræðiprófessor segir að mörgum þyki kosningabaráttan hafa verið fremur leiðinleg og marga helstu frambjóðendur vera litlausa. 15. september 2021 08:20
Ríkisstjórnin kolfallin samkvæmt könnun Maskínu Ríkisstjórnin er kolfallin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Bylgjuna, Stöð 2 og Vísi og fengju stjórnarflokkarnir samanlagt aðeins tuttugu og níu þingmenn. 14. september 2021 12:14