Heilbrigðismálin muni ekki skipta sköpum þegar fólk gerir upp hug sinn Snorri Másson skrifar 15. september 2021 21:15 Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor spáir í spilin. Vísir/Sigurjón Stjórnmálafræðiprófessor segir enn alveg opið hvort ríkisstjórnin haldi velli í komandi kosningum. Það velti síðan á Katrínu Jakobsdóttur hvort samstarfinu verði haldið áfram ef meirihlutinn heldur. Í könnun Maskínu fyrir Bylgjuna, Stöð 2 og Vísi var fólk spurt um þau mál sem það teldi vera stærstu málin fyrir komandi kosningar. Lang flestir nefndu heilbrigðismálin eða 67,8 prósent. Þar á eftir koma umhverfis- og loftlagsmál með 41,3 prósent, efnahags- og skattamál með 33,8 prósent og um og í kringum tólf prósent telja auðlindir og kvótakerfi, menntamál og samgöngu og byggðamál vera mikilvæg. Önnur mál skora undir tíu prósentum. Þrátt fyrir að mikill meirihluti kjósenda telji heilbrigðismál vera stærsta málið fyrir komandi kosningar, telur stjórnmálafræðiprófessor þó ekki að þau muni skipta sköpum þegar komið er að kjörkassanum. „Ég er ekki viss um að heilbrigðismálin muni skipta sköpum fyrir mjög marga þegar þeir fara að gera upp hug sinn. Það er að vísu dálítill ágreiningur í heilbrigðismálunum en ekkert gríðarlega mikill,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Mikill munur á kjósendum Afgerandi munur er á kjósendum ólíkra flokka þegar það er spurt út í mikilvægi loftslagsmála, sem er þó talið annað mikilvægasta málið þegar á heildina er litið. Kjósendur Samfylkingarinnar og Vinstri grænna leggja hvað mesta áherslu á málaflokkinn en mun síður kjósendur Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Flokks fólksins. Að mati Ólafs er aukið mikilvægi þessa málaflokks líklega komið til að vera. Ólafur segir enn alveg opið hvort ríkisstjórnin haldi velli eftir kosningar. „Ef hún heldur velli held ég að það sé algerlega opið hvort þessir þrír flokkar vilji halda áfram stjórnarsamstarfi. Það veltur í rauninni fyrst og fremst á Katrínu Jakobsdóttur og Vinstri grænum,“ segir Ólafur. VG geti þannig einnig farið í vinstri stjórn með að minnsta kosti þremur öðrum flokkum. Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Fremur leiðinleg kosningabarátta og litlausir frambjóðendur Innan við tvær vikur eru nú til kosninga til sambandsþings Þýskalands sem munu leiða í ljós hver verður arftaki Angelu Merkel sem mun senn láta af embætti kanslara eftir um sextán ár í starfi. Stjórnmálafræðiprófessor segir að mörgum þyki kosningabaráttan hafa verið fremur leiðinleg og marga helstu frambjóðendur vera litlausa. 15. september 2021 08:20 Ríkisstjórnin kolfallin samkvæmt könnun Maskínu Ríkisstjórnin er kolfallin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Bylgjuna, Stöð 2 og Vísi og fengju stjórnarflokkarnir samanlagt aðeins tuttugu og níu þingmenn. 14. september 2021 12:14 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Í könnun Maskínu fyrir Bylgjuna, Stöð 2 og Vísi var fólk spurt um þau mál sem það teldi vera stærstu málin fyrir komandi kosningar. Lang flestir nefndu heilbrigðismálin eða 67,8 prósent. Þar á eftir koma umhverfis- og loftlagsmál með 41,3 prósent, efnahags- og skattamál með 33,8 prósent og um og í kringum tólf prósent telja auðlindir og kvótakerfi, menntamál og samgöngu og byggðamál vera mikilvæg. Önnur mál skora undir tíu prósentum. Þrátt fyrir að mikill meirihluti kjósenda telji heilbrigðismál vera stærsta málið fyrir komandi kosningar, telur stjórnmálafræðiprófessor þó ekki að þau muni skipta sköpum þegar komið er að kjörkassanum. „Ég er ekki viss um að heilbrigðismálin muni skipta sköpum fyrir mjög marga þegar þeir fara að gera upp hug sinn. Það er að vísu dálítill ágreiningur í heilbrigðismálunum en ekkert gríðarlega mikill,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Mikill munur á kjósendum Afgerandi munur er á kjósendum ólíkra flokka þegar það er spurt út í mikilvægi loftslagsmála, sem er þó talið annað mikilvægasta málið þegar á heildina er litið. Kjósendur Samfylkingarinnar og Vinstri grænna leggja hvað mesta áherslu á málaflokkinn en mun síður kjósendur Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Flokks fólksins. Að mati Ólafs er aukið mikilvægi þessa málaflokks líklega komið til að vera. Ólafur segir enn alveg opið hvort ríkisstjórnin haldi velli eftir kosningar. „Ef hún heldur velli held ég að það sé algerlega opið hvort þessir þrír flokkar vilji halda áfram stjórnarsamstarfi. Það veltur í rauninni fyrst og fremst á Katrínu Jakobsdóttur og Vinstri grænum,“ segir Ólafur. VG geti þannig einnig farið í vinstri stjórn með að minnsta kosti þremur öðrum flokkum.
Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Fremur leiðinleg kosningabarátta og litlausir frambjóðendur Innan við tvær vikur eru nú til kosninga til sambandsþings Þýskalands sem munu leiða í ljós hver verður arftaki Angelu Merkel sem mun senn láta af embætti kanslara eftir um sextán ár í starfi. Stjórnmálafræðiprófessor segir að mörgum þyki kosningabaráttan hafa verið fremur leiðinleg og marga helstu frambjóðendur vera litlausa. 15. september 2021 08:20 Ríkisstjórnin kolfallin samkvæmt könnun Maskínu Ríkisstjórnin er kolfallin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Bylgjuna, Stöð 2 og Vísi og fengju stjórnarflokkarnir samanlagt aðeins tuttugu og níu þingmenn. 14. september 2021 12:14 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Fremur leiðinleg kosningabarátta og litlausir frambjóðendur Innan við tvær vikur eru nú til kosninga til sambandsþings Þýskalands sem munu leiða í ljós hver verður arftaki Angelu Merkel sem mun senn láta af embætti kanslara eftir um sextán ár í starfi. Stjórnmálafræðiprófessor segir að mörgum þyki kosningabaráttan hafa verið fremur leiðinleg og marga helstu frambjóðendur vera litlausa. 15. september 2021 08:20
Ríkisstjórnin kolfallin samkvæmt könnun Maskínu Ríkisstjórnin er kolfallin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Bylgjuna, Stöð 2 og Vísi og fengju stjórnarflokkarnir samanlagt aðeins tuttugu og níu þingmenn. 14. september 2021 12:14
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent