Sérfræðingur segir öryggi minna eftir að aspirnar voru felldar Snorri Másson skrifar 15. september 2021 13:18 Nýr asparlaus kafli á Austurvegi. Umrædd tré höfðu allir séð sem ekið hafa í gegnum bæinn, þau skildu áður að akreinarnar á Austurvegi fyrir framan Krónuna og Kaffi Krús. Á myndum má sjá að eftir breytingarnar er strax töluvert ólíkt umhorfs á svæðinu. Vísir/Magnús Hlynur Níu aspir voru felldar á Selfossi í gærkvöldi við fámenn mótmæli viðstaddra. Einn bæjarbúi faðmaði ösp í varnarskyni í skamma stund en fékk henni ekki bjargað. Konan er tekin tali í frétt hér að neðan. Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri sagði í samtali við Vísi í gær að það væri mat Vegagerðarinnar og lögreglunnar að tréin sköpuðu alvarlega hættu fyrir gangandi vegfarendur þar sem þau byrgðu þeim og ökutækjum sýn. Þetta er samkvæmt því öryggisráðstöfun af hálfu bæjaryfirvalda, en Samúel Torfi Pétursson, skipulagsverkfræðingur sem starfað hefur að umferðaröryggi um árabil, telur að aðgerðin geti þess í stað haft öfug áhrif. „Í mínum augum virkar aðgerðin svolítið yfirdrifin sem fyrsta aðgerð. Það neikvæða í því er að núna er yfirbragð götunnar meira hvetjandi til hraðaksturs heldur en áður. Þetta hefur líka neikvæð áhrif á umferðaröryggi,“ sagði Samúel í hádegisfréttum Bylgjunnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður Stöðvar 2 var viðstaddur aðgerðirnar í gærkvöldi og tók viðstadda tali. Samúel Torfi segir að í stað þess að fella allar aspirnar hafi mátt snyrta stofnana og þá yrðu þær bara eins og götulampar. Trjábolir séu ekki vandamál sem slíkir heldur greinar og lauf, sem geti byrgt fólki sýn. „Það virðist hafa verið gengið aðeins of langt í að laga sjónása á milli akandi og gangandi en fyrir vikið eru önnur áhrif talsvert neikvæð.“ Reglan sé almennt að tré auki umferðaröryggi og bæti göturými. „Þetta hefur oft róandi áhrif á umferð. Hún ekur oftast aðeins hægar þar sem eru götutré eins og voru í Austurveginum. Og þetta gerir götuna náttúrulega líka vistlegri fyrir vikið,“ segir Samúel. Vandræðalega yfirgripsmikil vanþekking á umferðarmálum þarna. Vegagerðin er bara með eitt markmið: Að passa að bílaumferð gangi hratt og greitt. Ef markmiðið væri að tryggja öryggi gangandi eru hundrað miklu betri leiðir til þess heldur en að fella þessi tré. Kjánalegt. https://t.co/LDMZxj3avg— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) September 14, 2021 Árborg Umferðaröryggi Aspir felldar á Austurvegi Tengdar fréttir Faðmaði öspina áður en hún var felld Í kvöld hófst vinna við að fella níu aspir við Austurveg á Selfoss í nafni umferðaröryggis. Óánægður bæjarbúi faðmaði eina öspina áður en hún var felld. 14. september 2021 23:16 Fella níu aspir á Austurvegi á Selfossi: „Það er eðlilegt að fólki bregði“ Níu tignarlegar aspir verða felldar á Austurvegi á Selfossi í kvöld. Markmiðið með þessu er að auka umferðaröryggi í götunni. Bæjarstjóri segir einhverja óánægða með ákvörðunina og að eðlilegt sé að einhverjum bregði við fréttir af framkvæmdinni. 14. september 2021 14:18 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri sagði í samtali við Vísi í gær að það væri mat Vegagerðarinnar og lögreglunnar að tréin sköpuðu alvarlega hættu fyrir gangandi vegfarendur þar sem þau byrgðu þeim og ökutækjum sýn. Þetta er samkvæmt því öryggisráðstöfun af hálfu bæjaryfirvalda, en Samúel Torfi Pétursson, skipulagsverkfræðingur sem starfað hefur að umferðaröryggi um árabil, telur að aðgerðin geti þess í stað haft öfug áhrif. „Í mínum augum virkar aðgerðin svolítið yfirdrifin sem fyrsta aðgerð. Það neikvæða í því er að núna er yfirbragð götunnar meira hvetjandi til hraðaksturs heldur en áður. Þetta hefur líka neikvæð áhrif á umferðaröryggi,“ sagði Samúel í hádegisfréttum Bylgjunnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður Stöðvar 2 var viðstaddur aðgerðirnar í gærkvöldi og tók viðstadda tali. Samúel Torfi segir að í stað þess að fella allar aspirnar hafi mátt snyrta stofnana og þá yrðu þær bara eins og götulampar. Trjábolir séu ekki vandamál sem slíkir heldur greinar og lauf, sem geti byrgt fólki sýn. „Það virðist hafa verið gengið aðeins of langt í að laga sjónása á milli akandi og gangandi en fyrir vikið eru önnur áhrif talsvert neikvæð.“ Reglan sé almennt að tré auki umferðaröryggi og bæti göturými. „Þetta hefur oft róandi áhrif á umferð. Hún ekur oftast aðeins hægar þar sem eru götutré eins og voru í Austurveginum. Og þetta gerir götuna náttúrulega líka vistlegri fyrir vikið,“ segir Samúel. Vandræðalega yfirgripsmikil vanþekking á umferðarmálum þarna. Vegagerðin er bara með eitt markmið: Að passa að bílaumferð gangi hratt og greitt. Ef markmiðið væri að tryggja öryggi gangandi eru hundrað miklu betri leiðir til þess heldur en að fella þessi tré. Kjánalegt. https://t.co/LDMZxj3avg— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) September 14, 2021
Árborg Umferðaröryggi Aspir felldar á Austurvegi Tengdar fréttir Faðmaði öspina áður en hún var felld Í kvöld hófst vinna við að fella níu aspir við Austurveg á Selfoss í nafni umferðaröryggis. Óánægður bæjarbúi faðmaði eina öspina áður en hún var felld. 14. september 2021 23:16 Fella níu aspir á Austurvegi á Selfossi: „Það er eðlilegt að fólki bregði“ Níu tignarlegar aspir verða felldar á Austurvegi á Selfossi í kvöld. Markmiðið með þessu er að auka umferðaröryggi í götunni. Bæjarstjóri segir einhverja óánægða með ákvörðunina og að eðlilegt sé að einhverjum bregði við fréttir af framkvæmdinni. 14. september 2021 14:18 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Faðmaði öspina áður en hún var felld Í kvöld hófst vinna við að fella níu aspir við Austurveg á Selfoss í nafni umferðaröryggis. Óánægður bæjarbúi faðmaði eina öspina áður en hún var felld. 14. september 2021 23:16
Fella níu aspir á Austurvegi á Selfossi: „Það er eðlilegt að fólki bregði“ Níu tignarlegar aspir verða felldar á Austurvegi á Selfossi í kvöld. Markmiðið með þessu er að auka umferðaröryggi í götunni. Bæjarstjóri segir einhverja óánægða með ákvörðunina og að eðlilegt sé að einhverjum bregði við fréttir af framkvæmdinni. 14. september 2021 14:18