Innlent

Barn lagt inn á sjúkra­hús með Covid-19 í fyrsta sinn

Eiður Þór Árnason skrifar
Alls eru sex sjúklingar með Covid-19 á Landspítalanum.
Alls eru sex sjúklingar með Covid-19 á Landspítalanum. Landspítali/Þorkell

Unglingsdrengur var í gær lagður inn á Landspítalann vegna Covid-19. Þetta er í fyrsta skipti sem barn er lagt inn á spítala hérlendis með sjúkdóminn eftir að faraldurinn hófst.

Valtýr Stefánsson Thors, læknir á Barnaspítala hringsins, segir í samtali við fréttastofu að drengurinn hafi greinst með Covid-19 fyrir tæpum tveimur vikum og verið lagður inn vegna þekkts fylgikvilla sýkingarinnar. RÚV greindi fyrst frá málinu. Valtýr vildi ekki veita nánari upplýsingar um það hvað leiddi til innlagnarinnar. 

105 börn í einangrun

Drengurinn var við það að ljúka einangrun þegar hann var fluttur á sjúkrahús. Að sögn Valtýs er ástand hans stöðugt og reiknar hann ekki með því að sjúklingurinn þurfi að vera lengi inn á sjúkrahúsi.

„Það gengur vel með hann og honum líður ágætlega svo það er ekki útlit fyrir langa innlögn. En vissulega er um að ræða alvarlegan fylgikvilla af sýkingunni.“

Samkvæmt upplýsingum á Covid.is eru 105 börn í einangrun vegna Covid-19 en þar af eru þrettán á aldrinum þrettán til sautján ára. Alls eru sex sjúklingar með Covid-19 inni á Landspítalanum en af þeim eru tveir í öndunarvél á gjörgæslu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.