Faðmaði öspina áður en hún var felld Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. september 2021 23:16 Ragnhildir Sigurðardóttir er mjög óánægð með ákvörðunina um að fella aspirnar. Vísir/Magnús Hlynur Í kvöld hófst vinna við að fella níu aspir við Austurveg á Selfoss í nafni umferðaröryggis. Óánægður bæjarbúi faðmaði eina öspina áður en hún var felld. Greint var frá því í dag að til stæði að fella níu tignarlegar aspir á Selfossi. Markmiðið með þessu var sagt vera aukið umferðaröryggi. Bæjaryfirvöld væru að bregðast við ábendingu frá lögreglu um að aspirnar skerði vegsýn fyrir ökumenn stórra ökutækja við gangbrautir. Auk þess var talið að aspirnar sköpuðu hættu fyrir gangandi vegfarendur þar sem þær byrgðu sýn á gangbrautir. Óánægju hefur gætt með þessa ákvörðun bæjaryfirvalda og voru nokkrir bæjarbúir mættir á staðinn þegar aspirnar voru sagaðar niður. Þar á meðal var Ragnhildur Sigurðardóttir sem ræddi við Sunnlenska á staðnum í kvöld. Hún faðmaði eina öspina eins og sjá má hér fyrir ofan. „Ég var bara að faðma tréð og þakka því fyrir að vera hérna. Ég er svo sár yfir því að það sé verið að taka þessi tré sem eru búin að þjóna okkur vel, gefa okkur súrefni og skjól og hreinsa óhreinindin frá bílunum. Þau gegna mjög mikilvægu hlutverki,“ sagði Ragnhildur. Hún segist mjög óánægð með ákvörðunina um að láta fjarlægja aspirnar. „Ég held að bæjarbúar hafi ekki vitað af þessu, ég frétti þetta bara í morgun og ég er svo hissa, ég á ekki orð. Þannig að ég vildi kveðja tréð og þakka því fyrir, ég er svo ofboðslega mikill náttúruunnandi og ég veit að trén hafa tilfinningar,“ sagði Ragnhildur í samtali við Sunnlenska en lesa má frétt miðilsins um málið hér. Vinna við að fella aspirnar stóð yfir í kvöld.Vísir/Magnús Hlynur Sunnlenska ræddi einnig við Björgvin Örn Eggertsson, skógfræðing á Selfossi, sem hefði frekar viljað að tréin yrðu snyrt, ef markmiðið væri að bæta sjónlínu á svæðinu. „Á sínum tíma, þegar þessi tré voru sett niður, þá virtist hægjast á umferðinni. Ég held að núna þegar við förum að opna þetta þá fáum við aðeins betri sjónarhorn á gangbrautina en ég held að með góðri trjásnyrtingu, og með því að fella kannski eitt til tvö tré, en ekki níu, þá hefðum við náð mjög góðum árangri,“ hefur Sunnlenska eftir Björgvini. Samgöngur Árborg Skógrækt og landgræðsla Aspir felldar á Austurvegi Tengdar fréttir Fella níu aspir á Austurvegi á Selfossi: „Það er eðlilegt að fólki bregði“ Níu tignarlegar aspir verða felldar á Austurvegi á Selfossi í kvöld. Markmiðið með þessu er að auka umferðaröryggi í götunni. Bæjarstjóri segir einhverja óánægða með ákvörðunina og að eðlilegt sé að einhverjum bregði við fréttir af framkvæmdinni. 14. september 2021 14:18 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Greint var frá því í dag að til stæði að fella níu tignarlegar aspir á Selfossi. Markmiðið með þessu var sagt vera aukið umferðaröryggi. Bæjaryfirvöld væru að bregðast við ábendingu frá lögreglu um að aspirnar skerði vegsýn fyrir ökumenn stórra ökutækja við gangbrautir. Auk þess var talið að aspirnar sköpuðu hættu fyrir gangandi vegfarendur þar sem þær byrgðu sýn á gangbrautir. Óánægju hefur gætt með þessa ákvörðun bæjaryfirvalda og voru nokkrir bæjarbúir mættir á staðinn þegar aspirnar voru sagaðar niður. Þar á meðal var Ragnhildur Sigurðardóttir sem ræddi við Sunnlenska á staðnum í kvöld. Hún faðmaði eina öspina eins og sjá má hér fyrir ofan. „Ég var bara að faðma tréð og þakka því fyrir að vera hérna. Ég er svo sár yfir því að það sé verið að taka þessi tré sem eru búin að þjóna okkur vel, gefa okkur súrefni og skjól og hreinsa óhreinindin frá bílunum. Þau gegna mjög mikilvægu hlutverki,“ sagði Ragnhildur. Hún segist mjög óánægð með ákvörðunina um að láta fjarlægja aspirnar. „Ég held að bæjarbúar hafi ekki vitað af þessu, ég frétti þetta bara í morgun og ég er svo hissa, ég á ekki orð. Þannig að ég vildi kveðja tréð og þakka því fyrir, ég er svo ofboðslega mikill náttúruunnandi og ég veit að trén hafa tilfinningar,“ sagði Ragnhildur í samtali við Sunnlenska en lesa má frétt miðilsins um málið hér. Vinna við að fella aspirnar stóð yfir í kvöld.Vísir/Magnús Hlynur Sunnlenska ræddi einnig við Björgvin Örn Eggertsson, skógfræðing á Selfossi, sem hefði frekar viljað að tréin yrðu snyrt, ef markmiðið væri að bæta sjónlínu á svæðinu. „Á sínum tíma, þegar þessi tré voru sett niður, þá virtist hægjast á umferðinni. Ég held að núna þegar við förum að opna þetta þá fáum við aðeins betri sjónarhorn á gangbrautina en ég held að með góðri trjásnyrtingu, og með því að fella kannski eitt til tvö tré, en ekki níu, þá hefðum við náð mjög góðum árangri,“ hefur Sunnlenska eftir Björgvini.
Samgöngur Árborg Skógrækt og landgræðsla Aspir felldar á Austurvegi Tengdar fréttir Fella níu aspir á Austurvegi á Selfossi: „Það er eðlilegt að fólki bregði“ Níu tignarlegar aspir verða felldar á Austurvegi á Selfossi í kvöld. Markmiðið með þessu er að auka umferðaröryggi í götunni. Bæjarstjóri segir einhverja óánægða með ákvörðunina og að eðlilegt sé að einhverjum bregði við fréttir af framkvæmdinni. 14. september 2021 14:18 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Fella níu aspir á Austurvegi á Selfossi: „Það er eðlilegt að fólki bregði“ Níu tignarlegar aspir verða felldar á Austurvegi á Selfossi í kvöld. Markmiðið með þessu er að auka umferðaröryggi í götunni. Bæjarstjóri segir einhverja óánægða með ákvörðunina og að eðlilegt sé að einhverjum bregði við fréttir af framkvæmdinni. 14. september 2021 14:18