Banaslysið við Stigá: Með rangan hjálm og á alltof miklum hraða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. september 2021 14:43 Maðurinn var ekki klæddur í tilskilinn hlífðarbúnað þegar hann lést. Aðsend Karlmaður á fimmtugsaldri sem lést í bifhjólaslysi við Stigá í Austur-Skaftafellssýslu í fyrrasumar var ekki með hjálm sem ætlaður er til notkunar við akstur bifhjóls þegar hann lést. Þá hafi hann ekið of hratt. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgöngunefndar um slysið. Slysið varð 15. ágúst 2020 rétt austan Stigár í Austur-Skaftafellssýslu. Maðurinn var á austurleið við Stigá þegar hann missti stjórn á bifhjólinu. Samkvæmt vitni, sem ók fram hjá honum rétt áður en slysið varð, missti hann stjórn á hjólinu og sagðist vitnið hafa séð augljósan skjálfta í fremra hjólinu. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndarinnar að veður hafi verið gott þennan dag en stuttu áður en maðurinn kom að brúnni yfir Stigá hafi hjólið farið að skakast eða sveiflast til. Hann hafi þá misst stjórn á bifhjólinu og fallið af því. Hjólið hafi svo runnið áfram eftir veginum, út í vegkant og út fyrir veginn vinstra megin en ökumaðurinn hafi runnið áfram eftir veginum í veg fyrir umferð úr gagnstæðri átt. Hann hafi svo skollið utan í bifreið sem kom á móti honum áður en hann kastaðist út fyrir veginn. „Stuttu fyrir slysið hafði ökumaður á vesturleið mætt bifhjólinu vestan við brúna yfir Stigá. Vitnið sá að hjólið tók að rása, fyrst framhjólið og stýrið, þar til allt hjólið fór að sveiflast til. Hjólið stefndi þá yfir á rangan vegarhelming og þurfti vitnið að aka eins og hægt var út í vegkant til að koma í veg fyrir að hjólið lenti á bifreiðinni. Vitnið sá síðan ryk og/eða reyk í baksýnisspeglinum eftir að hjólið féll á hliðina,“ segir í skýrslunni. Erfitt að segja til um orsök skjálftans Maðurinn hafi fengið banvæna áverka í slysinu. Hann hafi verið með opin hjálm sem ekki er ætlaður til notkunar við akstur bifhjóls og veitti ekki þá vörn sem viðurkenndir bifhjólahjálmar gera. „Hökuólin slitnaði af í slysinu og hjálmurinn losnaði. Ökumaðurinn var í strigaskóm, leðurbuxum og hlífðarskyrtu með ísaumaðri bakbrynju og olnbogahlífum. Skyrtan dróst upp og veitti minni vernd en mögulegt hefði verið.“ Þá hafi ummerki eftir bifhjólið bent til þess að maðurinn hafi ekið á 122 kílómetra hraða á klukkustund fyrir slysið, þar sem hámarkshraði sé 90 km/klst við bestu aðstæður. Ástæðu skjálftans í framhjólinu sé erfitt að segja til um. Þekkt sé að bifhjól geti verið viðkvæm fyrir sveiflum til dæmis sé slit komið í legur eða fóðringar. Titringur geti einnig orsakast af viðbrögðum ökumannsins eða af utanaðkomandi orsökum. Þar geti orsök til dæmis verið slitnir hjólbarðar eða rangur loftþrýstingur, slit eða slag í stýris- eða hjólalegum, stilling og uppsetning á hjóli og fleira. Samgönguslys Hornafjörður Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Slysið varð 15. ágúst 2020 rétt austan Stigár í Austur-Skaftafellssýslu. Maðurinn var á austurleið við Stigá þegar hann missti stjórn á bifhjólinu. Samkvæmt vitni, sem ók fram hjá honum rétt áður en slysið varð, missti hann stjórn á hjólinu og sagðist vitnið hafa séð augljósan skjálfta í fremra hjólinu. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndarinnar að veður hafi verið gott þennan dag en stuttu áður en maðurinn kom að brúnni yfir Stigá hafi hjólið farið að skakast eða sveiflast til. Hann hafi þá misst stjórn á bifhjólinu og fallið af því. Hjólið hafi svo runnið áfram eftir veginum, út í vegkant og út fyrir veginn vinstra megin en ökumaðurinn hafi runnið áfram eftir veginum í veg fyrir umferð úr gagnstæðri átt. Hann hafi svo skollið utan í bifreið sem kom á móti honum áður en hann kastaðist út fyrir veginn. „Stuttu fyrir slysið hafði ökumaður á vesturleið mætt bifhjólinu vestan við brúna yfir Stigá. Vitnið sá að hjólið tók að rása, fyrst framhjólið og stýrið, þar til allt hjólið fór að sveiflast til. Hjólið stefndi þá yfir á rangan vegarhelming og þurfti vitnið að aka eins og hægt var út í vegkant til að koma í veg fyrir að hjólið lenti á bifreiðinni. Vitnið sá síðan ryk og/eða reyk í baksýnisspeglinum eftir að hjólið féll á hliðina,“ segir í skýrslunni. Erfitt að segja til um orsök skjálftans Maðurinn hafi fengið banvæna áverka í slysinu. Hann hafi verið með opin hjálm sem ekki er ætlaður til notkunar við akstur bifhjóls og veitti ekki þá vörn sem viðurkenndir bifhjólahjálmar gera. „Hökuólin slitnaði af í slysinu og hjálmurinn losnaði. Ökumaðurinn var í strigaskóm, leðurbuxum og hlífðarskyrtu með ísaumaðri bakbrynju og olnbogahlífum. Skyrtan dróst upp og veitti minni vernd en mögulegt hefði verið.“ Þá hafi ummerki eftir bifhjólið bent til þess að maðurinn hafi ekið á 122 kílómetra hraða á klukkustund fyrir slysið, þar sem hámarkshraði sé 90 km/klst við bestu aðstæður. Ástæðu skjálftans í framhjólinu sé erfitt að segja til um. Þekkt sé að bifhjól geti verið viðkvæm fyrir sveiflum til dæmis sé slit komið í legur eða fóðringar. Titringur geti einnig orsakast af viðbrögðum ökumannsins eða af utanaðkomandi orsökum. Þar geti orsök til dæmis verið slitnir hjólbarðar eða rangur loftþrýstingur, slit eða slag í stýris- eða hjólalegum, stilling og uppsetning á hjóli og fleira.
Samgönguslys Hornafjörður Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira