Búast megi við fleiri netárásum í framtíðinni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. september 2021 19:11 Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS, netöryggisdeildar Fjarskiptastofu. Vísir Búast má við að netárásum á greiðslumiðlunarfyrirtæki fari fjölgandi hér á landi. Netöryggissveit Fjarskiptastofu og Seðlabankinn hafa netárás sem framin var í gærkvöldi til skoðunar. Þjónusta ýmissa greiðslumiðlunarfyrirtækja lá niðri í um klukkutíma í gærkvöldi þegar netárás var gerð á fyrirtæki á borð við Salt Pay og Valitor. „Okkur hafa borist tilkynningar um þessi atvik og þau eru komin inn á okkar borð. Við skulum alltaf vera viðbúin því að svona árásir muni eiga sér stað. Það er stóraukin tíðni a þessari tegund árása, þessar svokölluðu D Dos-árásir eða álagsárásir, bara á heimsvísu,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS, netöryggisdeildar Fjarskiptastofu. Markmið árásanna sé ekki að stela upplýsingum eða gögnum. Landsmenn þurfi ekki að hræðast að kreditkortaupplýsingar þeirra séu í höndum netþrjótanna. „Það er bara verið að stoppa möguleikann á að nota þjónustuna. Það er alveg jafn alvarlegt að mörgu leyti. Fólk getur ekki verslað úti í búð og getur ekki klárað sín viðskipti.“ Nauðsynlegt sé að greiðslumiðlunarfyrirtæki séu viðbúin fleiri árásum. „Heilbrigði skynsemi segir manni að vera viðbúinn og sérstaklega núna þegar er fjöldi mála að koma, það var annað sambærilegt atvik bara í síðustu viku, vera tilbúinn og í startholunum að bregðast við,“ segir Guðmundur. Ekki sé ljóst hvers vegna svona árásir séu gerðar. Netþrjótarnir geti jafnvel verið að æfa sig fyrir aðrar alvarlegri árásir. „Þá standa oft einhverjir hópar á bak við þetta sem senda nafnlaus hótunarbréf, vilja láta greiða x háa upphæð inn á einhvern reikning annars muni þeir framkvæma árásir og taka niður þjónustuna.“ Vel geti verið að í framhaldi veðri slíkri árás beint að íslenskum innviðum. „En að sjálfsögðu er líka ákveðin æfing fólgin í þessu fyrir okkar tæknimenn til að bregðast við. þeir hafa þá líka nýlega tekið á svona árásum og verða kannski betur í stakk búnir að bregðast við næstu gerð árása.“ Greiðslumiðlun Netöryggi Netglæpir Tengdar fréttir Netárásin umfangsmikil en þrjótarnir náðu engum upplýsingum um viðskiptavini Umfangsmiklar netárásir voru gerðar á íslensk fjármálafyrirtæki í gærkvöldi. Talsverðar truflanir urðu á þjónustu greiðslumiðlunarfyrirtækja vegna þessa. 12. september 2021 13:00 Veitingamenn í vandræðum: Netárás olli truflunum á greiðslumiðlun Truflun hefur verið á þjónustu greiðslumiðlunarfyrirtækja í kvöld líkt og síðasta föstudagskvöld. 11. september 2021 21:48 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Þjónusta ýmissa greiðslumiðlunarfyrirtækja lá niðri í um klukkutíma í gærkvöldi þegar netárás var gerð á fyrirtæki á borð við Salt Pay og Valitor. „Okkur hafa borist tilkynningar um þessi atvik og þau eru komin inn á okkar borð. Við skulum alltaf vera viðbúin því að svona árásir muni eiga sér stað. Það er stóraukin tíðni a þessari tegund árása, þessar svokölluðu D Dos-árásir eða álagsárásir, bara á heimsvísu,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS, netöryggisdeildar Fjarskiptastofu. Markmið árásanna sé ekki að stela upplýsingum eða gögnum. Landsmenn þurfi ekki að hræðast að kreditkortaupplýsingar þeirra séu í höndum netþrjótanna. „Það er bara verið að stoppa möguleikann á að nota þjónustuna. Það er alveg jafn alvarlegt að mörgu leyti. Fólk getur ekki verslað úti í búð og getur ekki klárað sín viðskipti.“ Nauðsynlegt sé að greiðslumiðlunarfyrirtæki séu viðbúin fleiri árásum. „Heilbrigði skynsemi segir manni að vera viðbúinn og sérstaklega núna þegar er fjöldi mála að koma, það var annað sambærilegt atvik bara í síðustu viku, vera tilbúinn og í startholunum að bregðast við,“ segir Guðmundur. Ekki sé ljóst hvers vegna svona árásir séu gerðar. Netþrjótarnir geti jafnvel verið að æfa sig fyrir aðrar alvarlegri árásir. „Þá standa oft einhverjir hópar á bak við þetta sem senda nafnlaus hótunarbréf, vilja láta greiða x háa upphæð inn á einhvern reikning annars muni þeir framkvæma árásir og taka niður þjónustuna.“ Vel geti verið að í framhaldi veðri slíkri árás beint að íslenskum innviðum. „En að sjálfsögðu er líka ákveðin æfing fólgin í þessu fyrir okkar tæknimenn til að bregðast við. þeir hafa þá líka nýlega tekið á svona árásum og verða kannski betur í stakk búnir að bregðast við næstu gerð árása.“
Greiðslumiðlun Netöryggi Netglæpir Tengdar fréttir Netárásin umfangsmikil en þrjótarnir náðu engum upplýsingum um viðskiptavini Umfangsmiklar netárásir voru gerðar á íslensk fjármálafyrirtæki í gærkvöldi. Talsverðar truflanir urðu á þjónustu greiðslumiðlunarfyrirtækja vegna þessa. 12. september 2021 13:00 Veitingamenn í vandræðum: Netárás olli truflunum á greiðslumiðlun Truflun hefur verið á þjónustu greiðslumiðlunarfyrirtækja í kvöld líkt og síðasta föstudagskvöld. 11. september 2021 21:48 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Netárásin umfangsmikil en þrjótarnir náðu engum upplýsingum um viðskiptavini Umfangsmiklar netárásir voru gerðar á íslensk fjármálafyrirtæki í gærkvöldi. Talsverðar truflanir urðu á þjónustu greiðslumiðlunarfyrirtækja vegna þessa. 12. september 2021 13:00
Veitingamenn í vandræðum: Netárás olli truflunum á greiðslumiðlun Truflun hefur verið á þjónustu greiðslumiðlunarfyrirtækja í kvöld líkt og síðasta föstudagskvöld. 11. september 2021 21:48