Innlent

Gosið heldur sínu striki, en gasgildi mælast há

Þorgils Jónsson skrifar
Eldgosið í Geldingadal við Fagradalsfjall var tignarlegt í húminu í gærkvöldi og nótt. Fjölmargir lögðu leið sína að gosstöðvunum efrir að kvika fór að streyma á ný.
Eldgosið í Geldingadal við Fagradalsfjall var tignarlegt í húminu í gærkvöldi og nótt. Fjölmargir lögðu leið sína að gosstöðvunum efrir að kvika fór að streyma á ný. Mynd/Aðsend

Gosvirkni í eldstöðinni í Fagradalsfjalli á Reykjanesi hélt sínu striki í gærkvöldi og í nótt eftir að hafa risið úr vikudvala í gær. Að sögn Elísabetar Pálmadóttur, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands, hefur virknin haldist við það sama, en þó sé erfitt að spá um hvort gosið muni fara í sama far og áður, þ.e. virkni með hléum á milli.

Þá segir hún að gasgildi séu að mælast há við gosstöðvarnar og í ljósi þess og slæmrar veðurspár, sé rétt að vara fólk við að leggja sér leið að gosstöðvunum í dag.

Talsverður mannfjöldi var við eldgosið í gær og fram á nótt í góðum aðstæðum, en skyggni er verra þessa stundina og varað við versnandi veðri á sunnan- og vestanverðu landinu í dag.

Kunnugleg sýn blasti við íbúum höfuðborgarsvæðisins í gær þar sem bjarminn af gosinu sást greinilega. Þessa mynd tók lesandi á leið um Seltjarnarnes.Aðsend/Brian FitzGibbon


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.