Innlent

31 greindist smitaður

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá sýnatöku við Suðurlandsbraut.
Frá sýnatöku við Suðurlandsbraut. Vísir/Vilhelm

31 greindist smitaður af Covid-19 hér á landi í gær. Sex eru á sjúkrahúsi og tveir á gjörgæslu. Nítján þeirra sem greindust voru óbólusettir og rúmur helmingur var í sóttkví.

Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is.

25 greindust í fyrradag og þá voru sömuleiðis sex á sjúkrahúsi og tveir á gjörgæslu. 792 eru í sóttkví og 453 í einangrun. Í gær voru 920 í sóttkví og 507 í einangrun.

Alls hafa 11.234 manns greinst með kórónuveiruna hér á landi frá því faraldurinn hófst í lok febrúar á síðasta ári. Þá hafa 33 andlát verið rakin til Covid-19 hér á landi frá upphafi faraldursins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.