Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is.
25 greindust í fyrradag og þá voru sömuleiðis sex á sjúkrahúsi og tveir á gjörgæslu. 792 eru í sóttkví og 453 í einangrun. Í gær voru 920 í sóttkví og 507 í einangrun.
Alls hafa 11.234 manns greinst með kórónuveiruna hér á landi frá því faraldurinn hófst í lok febrúar á síðasta ári. Þá hafa 33 andlát verið rakin til Covid-19 hér á landi frá upphafi faraldursins.