Innlent

Tíu flokkar skiluðu listum í öllum sex kjördæmum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Utankjörfundar atkvæðagreiðsla er þegar hafin.
Utankjörfundar atkvæðagreiðsla er þegar hafin. Vísir/Vilhelm

Tíu flokkar ætla að bjóða fram í öllum sex kjördæmum landsins. Framboðsfrestur rann út í hádeginu í dag. Ábyrg framtíð skilaði inn framboðslistum í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og eru því ellefu flokkar sem bjóða fram í höfuðborginni.

Þótt framboðsfrestur hafi runnið út á hádeginu í dag þá er ekki víst að öll framboðin séu lögleg. Kjörstjórn á eftir að yfirfara framboðslistana en fjölmörg dæmi eru þess að framboðslistar hafi ekki uppfyllt skilyrði.

Flokkarnir sem bjóða fram í öllum kjördæmum eru flokkarnir átta sem eiga sæti á Alþingi auk Sósíalistaflokksins og Frjálslynda lýðræðisflokksins.

Í vikunni heltist Landsflokkurinn úr lestinni þar sem flokkurinn gleymdi að sækja um listabókstaf í tæka tíð.

Gengið verður til Alþingiskosninga þann 25. september.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×