Innlent

Tvö vinnuslys á Suðurnesjum og stúlka týnd við gosstöðvarnar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Átta voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Suðurnesjum í vikunni.
Átta voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Suðurnesjum í vikunni. Vísir/KMU

Slys varð í fiskverkunarfyrirtæki í Grindavík í gær þegar starfsmaður var að skipta um hnífa í flökunarvél skarst á hendi. Var hann fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem skurðurinn var saumaður saman.

Fyrr í vikunni varð vinnuslys í Keflavík þegar eigandi líkamsræktarstöðvar féll úr stiga niður á steypt gólf. Hann var sömuleiðis fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þar sem hann fann til eymsla.

Lögreglunni á Suðurnesjum barst einnig tilkynning í fyrradag vegna erlends ferðamanns sem hafði týnt dóttur sinni við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Stúlkan fannst heil á húfi um það bil 600 metrum fráþeim stað þar sem feðginin höfðu orðið viðskila.

Þá var ferðamaður stöðvaður með kannabisfræ í tveimur boxum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar við komuna til landsins í gær. Viðkomandi sagðist hafa keypt fræin í Amsterdam og að honum hefði eki verið kunnugt um að innflutningur þeirra væri ólöglegur.

Féllst hann á að afhenda fræin, sem verður eytt.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.