Pólitískur skrípaleikur komi í veg fyrir nýtingu umhverfisvænnar orku Birgir Olgeirsson skrifar 9. september 2021 21:00 Elliði Vignisson er bæjarstjóri Ölfuss. Vísir Bæjarstjóri Ölfuss segir pólitískan skrípaleik koma í veg fyrir að ráðast megi í risastór atvinnuskapandi og loftslagsvæn verkefni. Ölfus sé eitt orkuríkasta sveitarfélag landsins en verndun lands komi í veg fyrir nýtingu á grænni orku. Á meðal atvinnuverkefna sem eru á teikniborði Ölfusar er umfangsmikið laxeldi á landi, gróðurhús, vetnisvinnsla og gagnaver. „Þessi verkefni eiga það sameiginlegt að vera einhverskonar nýting á náttúruauðlindum. Og sú náttúruauðlind sem við eigum hvað erfiðast að komast í í dag er orka,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss. „Og manni finnst það skjóta svolítið skökku við þegar við hér í einu orkuríkasta sveitarfélagi á landinu getum ekki þjónustað stórkostlega atvinnuuppbyggingu og umhverfisvæna matvælaframleiðslu af því það er búið að læsa þetta inni í einhverjum pólitískum skrípaleik,“ segir Elliði. Þar vísar hann í rammaáætlun sem kveður á um vernd og orkunýtingu landsvæða. Hann segir það fyrirkomulaga hafa gengið sér til húðar og standa þjóðinni fyrir þrifum við að nýta umhverfisvæna orku. „Og okkar stærsta framlag til umhverfismála getur einmitt orðið framleiðsla á umhverfisvænum matvælum. Að við nýtum okkar grænu orku til framleiðslu á matvælum og annarra umhverfisvænna þátta. Mín persónulega skoðun er sú að við erum kannski að læsast inni í einhverjum landverndar þáttum. En landvernd er bara ein hlið á þeim teningi sem umhverfismál eru. Við verðum að taka loftslagsmálin langt um meira alvarlega, samhliða landverndinni, og tryggja að við höfum aðgengi að þessari grænu orku.“ Uppsett afl Kárahnjúkavirkjunar er 690 Megawott. Elliði segir orkuþörf þessara verkefna nema einni og hálfri Kárahnjúkavirkjun, eða rúmlega þúsund megawött. Til samanburðar er Hellisheiðarvirkjun 303 megawött. Orkufrekast af þessum verkefnum yrði vinnsla vetnis. „Og framleiðsla á vetni getur orðið til þess að við getum ráðist í orkuskipti á flotanum okkar. En ég held að við sjáum það ef við lítum í eigin barm, að loftslagsmálin eru þannig að mengandi kolaver í Póllandi, eða mengandi iðnaður í Kína, hann bitnar ekkert á þeim þjóðum umfram okkur. Við sem mannkyn verðum að standa saman í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og það gerum við með því að nýta íslenska orku langt umfram það sem við erum að gera núna.“ Orkumál Ölfus Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Landbúnaður Fiskeldi Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Sjá meira
Á meðal atvinnuverkefna sem eru á teikniborði Ölfusar er umfangsmikið laxeldi á landi, gróðurhús, vetnisvinnsla og gagnaver. „Þessi verkefni eiga það sameiginlegt að vera einhverskonar nýting á náttúruauðlindum. Og sú náttúruauðlind sem við eigum hvað erfiðast að komast í í dag er orka,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss. „Og manni finnst það skjóta svolítið skökku við þegar við hér í einu orkuríkasta sveitarfélagi á landinu getum ekki þjónustað stórkostlega atvinnuuppbyggingu og umhverfisvæna matvælaframleiðslu af því það er búið að læsa þetta inni í einhverjum pólitískum skrípaleik,“ segir Elliði. Þar vísar hann í rammaáætlun sem kveður á um vernd og orkunýtingu landsvæða. Hann segir það fyrirkomulaga hafa gengið sér til húðar og standa þjóðinni fyrir þrifum við að nýta umhverfisvæna orku. „Og okkar stærsta framlag til umhverfismála getur einmitt orðið framleiðsla á umhverfisvænum matvælum. Að við nýtum okkar grænu orku til framleiðslu á matvælum og annarra umhverfisvænna þátta. Mín persónulega skoðun er sú að við erum kannski að læsast inni í einhverjum landverndar þáttum. En landvernd er bara ein hlið á þeim teningi sem umhverfismál eru. Við verðum að taka loftslagsmálin langt um meira alvarlega, samhliða landverndinni, og tryggja að við höfum aðgengi að þessari grænu orku.“ Uppsett afl Kárahnjúkavirkjunar er 690 Megawott. Elliði segir orkuþörf þessara verkefna nema einni og hálfri Kárahnjúkavirkjun, eða rúmlega þúsund megawött. Til samanburðar er Hellisheiðarvirkjun 303 megawött. Orkufrekast af þessum verkefnum yrði vinnsla vetnis. „Og framleiðsla á vetni getur orðið til þess að við getum ráðist í orkuskipti á flotanum okkar. En ég held að við sjáum það ef við lítum í eigin barm, að loftslagsmálin eru þannig að mengandi kolaver í Póllandi, eða mengandi iðnaður í Kína, hann bitnar ekkert á þeim þjóðum umfram okkur. Við sem mannkyn verðum að standa saman í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og það gerum við með því að nýta íslenska orku langt umfram það sem við erum að gera núna.“
Orkumál Ölfus Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Landbúnaður Fiskeldi Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Sjá meira