Danmörk eina þjóðin með fullt hús stiga | Úkraína hvorki unnið né tapað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. september 2021 08:30 Danir hafa verið frábærir það sem af er undankeppni. Getty Images Undankeppni HM í fótbolta sem fram fer í Katar veturinn 2022 er nú hálfnuð, Evrópuhluti hennar allavega. Sem stendur er Danmörk eina landið með fullt hús stiga – og það án þess að fá á sig mark – á meðan Úkraína hefur hvorki unnið né tapað leik til þessa. Hér að neðan má sjá hvaða lið hafa ekki enn tapað leik í undankeppninni en alls eiga tíu þjóðir enn eftir að lúta í gras. Í A-riðli eru tvö lið sem hafa ekki enn tapað. Portúgal er á toppi riðilsins með fjóra sigra og eitt jafntefli í fimm leikjum. Þar á eftir kemur Serbía með þrjá sigra og tvö jafntefli. Gerðu þjóðirnar 2-2 jafntefli í Serbíu í 2. umferð undankeppninnar. Gestirnir komust 2-0 yfir með mörkum frá Diogo Jota en Aleksandar Mitrovic minnkaði muninn fyrir heimamenn áður en Filip Kostic jafnaði metin. Í B-riðli eru Grikkir í 3. sæti en hafa samt ekki tapað leik. Þeirra fyrsti sigur kom gegn Svíþjóð nú í síðsta leik þessa landsliðsglugga en áður hafði liðið gert jafntefli í öllum þremur leikjum sínum. Greece move up to 3rd in Group B with an important win over Sweden #WCQ pic.twitter.com/C0lvfCGBE5— European Qualifiers (@EURO2020) September 8, 2021 Í C-riðli hafa hvorki Ítalía né Sviss tapað leik. Síðarnefnda liðið hefur þó spilað heldur færri leiki en önnur lið. Ítalir hafa unnið fjóra leiki og gert tvö jafntefli á meðan Sviss hefur unnið tvo leiki og gert tvö jafntefli. Ítalía er með markatöluna 12-1 á meðan markatala Sviss er 4-1. Að sjálfsögðu gerðu liðin markalaust jafntefli er þau mættust nú 5. september síðastliðinn. Undarlegir hlutir eru að gerast í D-riðli en þar eru Frakkar á toppnum með 12 stig eftir þrjá sigra og þrjú jafntefli í sex leikjum. Þar á eftir kemur Úkraína með fimm stig eftir að hafa gert jafntefli í öllum fimm leikjunum sínum til þessa. Liðin mættust þann 4. september í Úkraínu og gerðu 1-1 jafntefli. Í E-riðli kemur hvað mest á óvart að Belgía sé ekki með fullt hús stiga. Eftir sex leiki hafa Belgar unnið fimm og gert eitt jafntefli, kom það gegn Tékklandi ytra. Markatala liðsins er 21-4 en Belgar unnu Hvíta-Rússland 8-0 þann 30. mars á þessu ári. Í F-riðli er eina lið undankeppninnar sem hefur unnið alla sína leiki til þessa, frændur vorir frá Danmörku. Það sem meira er, liðið hefur ekki enn fengið á sig mark. Markatalan 22-0 eftir sex leiki. England's draw in Poland and Sweden's defeat in Greece means Denmark are now the only team in European World Cup qualifying with a 100% record— WhoScored.com (@WhoScored) September 8, 2021 Það lið sem komst næst því að ná stigi af Dönum voru Færeyingar en þeir voru hársbreidd frá því að halda út, lokatölur þar 0-1 gestunum frá Danmörku í vil. Í I-riðli er svo England með fimm sigra og eitt jafntefli að loknum sex leikjum. Liðið var 1-0 yfir gegn Póllandi ytra þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma en Damian Szymanski skallaði fyrirgjöf Robert Lewandowski í netið á 92. mínútu. 3 - England have conceded in the 90th minute of a World Cup qualifier for only the third time, also doing so against Albania in 2001 and Scotland in 2017. Agonising.— OptaJoe (@OptaJoe) September 8, 2021 Lokatölur 1-1 og lærisveinar Gareth Southgate töpuðu þar með sínum fyrstu stigum í undankeppninni. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti „Mig kitlar svakalega í puttana“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Körfubolti Fleiri fréttir Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Sjá meira
Hér að neðan má sjá hvaða lið hafa ekki enn tapað leik í undankeppninni en alls eiga tíu þjóðir enn eftir að lúta í gras. Í A-riðli eru tvö lið sem hafa ekki enn tapað. Portúgal er á toppi riðilsins með fjóra sigra og eitt jafntefli í fimm leikjum. Þar á eftir kemur Serbía með þrjá sigra og tvö jafntefli. Gerðu þjóðirnar 2-2 jafntefli í Serbíu í 2. umferð undankeppninnar. Gestirnir komust 2-0 yfir með mörkum frá Diogo Jota en Aleksandar Mitrovic minnkaði muninn fyrir heimamenn áður en Filip Kostic jafnaði metin. Í B-riðli eru Grikkir í 3. sæti en hafa samt ekki tapað leik. Þeirra fyrsti sigur kom gegn Svíþjóð nú í síðsta leik þessa landsliðsglugga en áður hafði liðið gert jafntefli í öllum þremur leikjum sínum. Greece move up to 3rd in Group B with an important win over Sweden #WCQ pic.twitter.com/C0lvfCGBE5— European Qualifiers (@EURO2020) September 8, 2021 Í C-riðli hafa hvorki Ítalía né Sviss tapað leik. Síðarnefnda liðið hefur þó spilað heldur færri leiki en önnur lið. Ítalir hafa unnið fjóra leiki og gert tvö jafntefli á meðan Sviss hefur unnið tvo leiki og gert tvö jafntefli. Ítalía er með markatöluna 12-1 á meðan markatala Sviss er 4-1. Að sjálfsögðu gerðu liðin markalaust jafntefli er þau mættust nú 5. september síðastliðinn. Undarlegir hlutir eru að gerast í D-riðli en þar eru Frakkar á toppnum með 12 stig eftir þrjá sigra og þrjú jafntefli í sex leikjum. Þar á eftir kemur Úkraína með fimm stig eftir að hafa gert jafntefli í öllum fimm leikjunum sínum til þessa. Liðin mættust þann 4. september í Úkraínu og gerðu 1-1 jafntefli. Í E-riðli kemur hvað mest á óvart að Belgía sé ekki með fullt hús stiga. Eftir sex leiki hafa Belgar unnið fimm og gert eitt jafntefli, kom það gegn Tékklandi ytra. Markatala liðsins er 21-4 en Belgar unnu Hvíta-Rússland 8-0 þann 30. mars á þessu ári. Í F-riðli er eina lið undankeppninnar sem hefur unnið alla sína leiki til þessa, frændur vorir frá Danmörku. Það sem meira er, liðið hefur ekki enn fengið á sig mark. Markatalan 22-0 eftir sex leiki. England's draw in Poland and Sweden's defeat in Greece means Denmark are now the only team in European World Cup qualifying with a 100% record— WhoScored.com (@WhoScored) September 8, 2021 Það lið sem komst næst því að ná stigi af Dönum voru Færeyingar en þeir voru hársbreidd frá því að halda út, lokatölur þar 0-1 gestunum frá Danmörku í vil. Í I-riðli er svo England með fimm sigra og eitt jafntefli að loknum sex leikjum. Liðið var 1-0 yfir gegn Póllandi ytra þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma en Damian Szymanski skallaði fyrirgjöf Robert Lewandowski í netið á 92. mínútu. 3 - England have conceded in the 90th minute of a World Cup qualifier for only the third time, also doing so against Albania in 2001 and Scotland in 2017. Agonising.— OptaJoe (@OptaJoe) September 8, 2021 Lokatölur 1-1 og lærisveinar Gareth Southgate töpuðu þar með sínum fyrstu stigum í undankeppninni.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti „Mig kitlar svakalega í puttana“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Körfubolti Fleiri fréttir Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu