Innlent

Kveikti í ruslatunnu hjá Ingólfi og hugðist hita sviðakjamma

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Vísir/Egill

Laust fyrir miðnætti í gærkvöldi handtók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mann við styttuna af Ingólfi Arnarsyni. Maðurinn var í annarlegu ástandi og var búinn að kveikja í ruslatunnu þar sem hann hugðist hita sviðakjamma.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu bráðnaði tunnan og kjamminn brann. Maðurinn var vistaður í fangageymslu sökum ástands.

Vestur í bæ voru afskipti höfð af ökumanni bifreiðar sem er grunaður um að hafa ekið á tvær bifreiðar og stungið af. Hann er sömuleiðis grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og/eða lyfja.

Fyrr um kvöldið var tilkynnt um reiðhjólaslys í Mosfellsbæ. Þar hafði kona dottið af hjóli sínu og verkjaði mjög í öxlina. Var hún flutt með sjúkrabifreið á Landspítala.

Tveir voru stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu grunaðir um vímuakstur og þá var einn stöðvaður sem grunaður er um akstur án gildra ökuréttinda. Sá framvísaði erlendu ökuskírteini sem talið er falsað.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.