Enski boltinn

Leigði einka­flug­vél til að komast aftur til Liver­pool

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Naby Keïta leigði flugvél til að komast aftur til Englands.
Naby Keïta leigði flugvél til að komast aftur til Englands. Andrew Powell/Getty Images

Naby Keïta, miðvallarleikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, er kominn aftur til Englands eftir að hafa setið fastur í heimalandi sínu Gíneu eftir að valdarán átti sér stað í landinu. Hann leigði sjálfur einkaflugvél til að komast til baka.

Keïta var staddur í Gíneu til að spila leik í undankeppni HM 2022 gegn Marokkó þegar leiknum var frestað vegna valdaráns í landinu. Var forseta landsins, Alpha Condé, steypt af stól um helgina.

Gestirnir frá Marokkó fengu leyfi til að halda heim á leið strax eftir að leiknum var frestað en í kjölfarið var landamærum Gíneu lokað.

Sat Keïtaa því fastur í eigin landi ásamt samherjum sínum. Svo virðist sem landamærin hafi verið opnuð í gær en Keïta leigði þá 13 sæta einkaflugvél og flaug aftur til Englands. 

Þá bókuðu þau félög í Evrópu sem eru með landsliðsmenn Gíneu innan sinna raða flug frá höfuðborg landsins Conakry.

Miðjumaðurinn ætti því að geta leikið með Liverpool um helgina er enska úrvalsdeildin fer af stað að nýju. Það er ef hann er andlega tilbúinn en reikna má með að síðustu daga hafi tekið á.


Tengdar fréttir

Leik aflýst vegna valdaránstilraunar

Fyrirhuguðum leik Gíneu og Marókkó í undankeppni HM karla sem átti að fara fram á morgun var aflýst vegna valdaránstilraunar í Gíneu. Marokkómenn hafa yfirgefið landið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×