Innlent

Halda vitna­leiðslur yfir starfs­fólki Play vegna horfinna flug­rekstrar­hand­bóka WOW

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Flugrekstrarhandbækur WOW air hafa ekki fundist í fórum félagsins.
Flugrekstrarhandbækur WOW air hafa ekki fundist í fórum félagsins. vísir/sigurjón

Héraðs­dómur Reykja­ness hefur fallist á að halda vitna­leiðslur yfir fjórum ein­stak­lingum tengdu flug­fé­laginu Play vegna meintrar ó­heimilar notkunar Play á flug­rekstrar­hand­bókum WOW air.

Dómurinn fellst þannig á kröfu lög­manns fé­lags Michele Ballarin, USA­erospace Partners, sem keypti eignir í þrota­búi WOW air á sínum tíma. Fréttal­baðið greindi frá þessu í morgun.

Þar segir lög­maðurinn, Páll Ágúst Páls­son, að flug­rekstrar­bækur WOW air hafi ekki fundist í fórum fé­lagsins og telur að nokkrir ein­staklingar geti varpað ljósi á það hvar þessar bækur sé að finna. Hann óskaði eftir því í júní að Héraðs­dómur Reykja­ness myndi kveðja ellefu ein­stak­linga til vitna­leiðslu.

Dómurinn hefur fallist á að kalla fjóra fyrir; Finn­boga Karl Bjarna­son, sem er flug­rekstrar­stjóri Play og gegndi einnig þeirri stöðu hjá WOW air, Arnar Má Magnús­son, fyrr­verandi for­stjóra Play sem gegndi á­byrgðar­störfum hjá WOW air, Margréti Hrefnu Pétursdóttur, sem er öryggis- og gæða­stjóri hjá Play og gegndi sama starfi hjá WOW og loks Svein Andra Sveins­son, annan tveggja skipta­stjóra WOW.

Sveinn Andri Sveins­son hefur áður sagt í tölvu­pósti við Sam­göngu­stofu að hann hafi fengið upp­lýsingar um að stofn­endur Play hefðu notast við af­ritaðar hand­bækur WOW.


Tengdar fréttir

Ballarin laug í þætti Kveiks og ýtti undir sam­særis­kenningar

Michelle Roosevelt Edwards, eða Michelle Ballarin, laug um það að eiga 30 milljóna Bandaríkjadala setur í Virginíu, í viðtali við Kveik í febrúar á síðasta ári. Setrið er í eigu fjárfestisins David B. Ford, sem dó á síðasta ári, og segist ekkja hans ekki hafa hugmynd um hvernig Edwards komst inn í húsið.

Forsvarsmenn WOW air sækja um flugrekstrarleyfi

Forsvarsmenn WOW air hafa sótt um flugrekstrarleyfi hjá Samgöngustofu. Ögmundur Gíslason flugrekstrarfræðingur, sem vinnur fyrir Michele Ballarin, segir áætlanir sannarlega standa til þess að endurreisa flugfélagið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×