Vilja að ráðherra skoði stöðu vararíkissaksóknara Árni Sæberg skrifar 6. september 2021 22:11 Öfgar vilja að Áslaug Arna íhugi stöðu Helga Magnúsar. Vísir/Vilhelm Aðgerðasinnahópurinn Öfgar segir í ákalli til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að innan dómkerfisins finnist menn sem ítrekað hafi tekið stöðu gegn þolendum kynbundins ofbeldis. Hópurinn vekur athygli á skrifum Sigurðar Guðna Guðjónssonar, hæstaréttarlögmanns og forseta dómstóla KSÍ á Facebooksíðu hans. Öfgar segja Sigurð taka skýra afstöðu gegn þolanda, nánar tiltekið Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur, en hann birtir gögn sem tengjast máli hennar og Kolbeins Sigþórssonar. Þá rifjar Sigurður einnig upp gamlar Twitterfærslur Þórhildar, að því er virðist til að draga úr trúverðugleika hennar. Öfgar vekja athygli á því hversu margir sem líkað hafa við færslu Sigurðar eru starfandi innan dómkerfisins. Athyglisverðast finnst Öfgum að þar á meðal megi sjá Helga Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknara. „Þetta er ekki afmarkað tilfelli í nethegðun Helga Magnúsar því hann hefur ítrekað, í gegnum árin, sýnt fram á kvenfyrirlitningu, innflytjendaandúð og óþolendavæna afstöðu með netspori sínu,“ segja Öfgar um vararíkissaksóknarann. Helgi Magnús sé vanhæfur Öfgar segja netspor vararíkissaksóknara sýna skýrt að hann teljist vanhæfur til að sinna starfi sínu. Hann taki beina afstöðu gegn þolanda í færslum þar sem vegið sé að æru hennar og brotið á hennar persónuvernd. Helgi sé ekki bara gerendameðvirkur og þolendaóvænn, hann hafi einnig látið í sér heyra varðandi málefni innflytjenda og þungunarrof kvenna. Því megi ekki gleyma að Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum, hafi sent athugasemdir til ríkissaksóknara vegna ummæla Helga. Það hafi ekki verið í fyrsta skipti sem hún hafi þurft að gera slíkt. „Miðað við skoðanir þessara manna sem nefndir hafa verið í yfirlýsingu okkar er alls ekki skrýtið að þolendur veigri sér við að stíga fram, kæra eða fara með mál sín í gegnum dómstóla. Ef þetta er fólkið sem á að hjálpa okkur í dómskerfinu, hverjum eiga þá þolendur að treysta?“ segja Öfgar. Öfgar skora á Áslaugu Örnu að skoða nefnd mál vel og að taka skýra afstöðu með þolendum ofbeldis. „Við biðjum þig að taka skrefið við að byggja þolendavænna réttarkerfi. Slíkt verður ekki gert með aðila eins og Helga Magnús sem vararíkissaksóknara. Boltinn er hjá þér, Áslaug," segja Öfgar. Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Dómstólar Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Hópurinn vekur athygli á skrifum Sigurðar Guðna Guðjónssonar, hæstaréttarlögmanns og forseta dómstóla KSÍ á Facebooksíðu hans. Öfgar segja Sigurð taka skýra afstöðu gegn þolanda, nánar tiltekið Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur, en hann birtir gögn sem tengjast máli hennar og Kolbeins Sigþórssonar. Þá rifjar Sigurður einnig upp gamlar Twitterfærslur Þórhildar, að því er virðist til að draga úr trúverðugleika hennar. Öfgar vekja athygli á því hversu margir sem líkað hafa við færslu Sigurðar eru starfandi innan dómkerfisins. Athyglisverðast finnst Öfgum að þar á meðal megi sjá Helga Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknara. „Þetta er ekki afmarkað tilfelli í nethegðun Helga Magnúsar því hann hefur ítrekað, í gegnum árin, sýnt fram á kvenfyrirlitningu, innflytjendaandúð og óþolendavæna afstöðu með netspori sínu,“ segja Öfgar um vararíkissaksóknarann. Helgi Magnús sé vanhæfur Öfgar segja netspor vararíkissaksóknara sýna skýrt að hann teljist vanhæfur til að sinna starfi sínu. Hann taki beina afstöðu gegn þolanda í færslum þar sem vegið sé að æru hennar og brotið á hennar persónuvernd. Helgi sé ekki bara gerendameðvirkur og þolendaóvænn, hann hafi einnig látið í sér heyra varðandi málefni innflytjenda og þungunarrof kvenna. Því megi ekki gleyma að Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum, hafi sent athugasemdir til ríkissaksóknara vegna ummæla Helga. Það hafi ekki verið í fyrsta skipti sem hún hafi þurft að gera slíkt. „Miðað við skoðanir þessara manna sem nefndir hafa verið í yfirlýsingu okkar er alls ekki skrýtið að þolendur veigri sér við að stíga fram, kæra eða fara með mál sín í gegnum dómstóla. Ef þetta er fólkið sem á að hjálpa okkur í dómskerfinu, hverjum eiga þá þolendur að treysta?“ segja Öfgar. Öfgar skora á Áslaugu Örnu að skoða nefnd mál vel og að taka skýra afstöðu með þolendum ofbeldis. „Við biðjum þig að taka skrefið við að byggja þolendavænna réttarkerfi. Slíkt verður ekki gert með aðila eins og Helga Magnús sem vararíkissaksóknara. Boltinn er hjá þér, Áslaug," segja Öfgar.
Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Dómstólar Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira