Í einangrun í hjólhýsi en tók þátt í heilsuátaki Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 7. september 2021 06:30 Sif var einkennalaus að öllu leyti en fannst hreyfingarleysið erfiðast. Vísir/Vilhelm Kyrrsetan og hreyfingarleysið reyndist Sif Sturludóttur mesta áskorunin þegar hún þurfti að vera í tíu daga einangrun eftir að hún greindist með Covid-19. Hún ákvað því á fjórða degi að hún skyldi nýta tímann og taka þátt í hreyfingaráskorun. „Ég fæ niðurstöðurnar þarna á föstudeginum fyrir tíu dögum síðan og þá bara tók ég strax ákvörðun um að flytja út í hjólhýsi fyrir utan heima hjá mér og er búin að búa þar síðustu tíu daga,“ segir Sif. Hún segist þó ekki hafa haft það slæmt þar sem hún hafi verið einkennalaus að öllu leyti. Sif er mikill orkubolti og stundar hreyfingu af miklu kappi. Hún mætir á UltraForm æfingar þrisvar í viku og stundar fjallahlaup þess á milli. Hún átti bókað í tvö fjallahlaup á meðan á einangruninni stóð, Tindahlaupið í Mosfellsbæ og Eldslóðina. Sif Sturludóttir lenti í einangrun fyrir tíu dögum síðan þegar hún greindist með Covid-19.Vísir/Vilhelm „Þetta er kannski það sem hafði mest áhrif á mig, þessi innilokun. Það sem mér fannst verst var hreyfingarleysið, að mega ekki fara í ræktina og mega ekki fara út að hlaupa.“ Hún varð því fljótt eirðarlaus enda óvön svo mikilli kyrrsetu. Það var svo þann 1. september sem Þórdís Valsdóttir, samstarfskona Sifjar, setti inn svokallaða 30/30 áskorun sem felst í því að hreyfa sig í 30 mínútur í 30 daga. „Þá fannst mér tilvalið að taka þátt. Þá var ég ekki búin að hreyfa mig í fjóra daga og hún setur inn þessa áskorun og ég hugsa: „Ókei, ég get allavega gert þetta“. Ég fer út og hreyfi mig í 30 mínútur úti í garði. Ég byrjaði að hlaupa úti í garði og gera alls konar æfingar. Svo tók ég með mér lóð og fór að lyfta og notaði pallinn til þess að gera uppstig.“ Sif segir það hafa haft sína kosti og galla að dvelja í hjólhýsi fyrir utan heimili sitt. Fjölskylda hennar færði henni kvöldmat og hún segir vinkonur sínar hafa dekrað við sig með kampavíni, kaffi og alls kyns sendingum. Aftur á móti hafði hún lítið pláss og vann, svaf og horfði á sjónvarp allt á sama staðnum. Sif var heppin og gat nýtt sér garðinn heima hjá sér til æfinga.Vísir/Vilhelm „Ég var síðan bara með alls kyns markmiðasetningu. Ég var við góða heilsu þannig ég gat unnið á hverjum degi. Svo voru bara alls konar þættir á Stöð 2 plús og allir nýju þættirnir á Stöð 2 sem styttu mér stundirnar.“ Sif losnar úr einangrun í dag. Hún er þó hvergi nær hætt að hreyfa sig og hlakkar mikið til að mæta á UltraForm æfingu. Hennar fyrsta verkefni verður þó að knúsa fjölskylduna sína. „Ég hef ekki fengið knús í tíu daga! Svo ætla ég bara að fara beint í vinnuna og fá mér góðan kaffibolla á kaffihúsinu með öllum samstarfsfélögunum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Sjá meira
„Ég fæ niðurstöðurnar þarna á föstudeginum fyrir tíu dögum síðan og þá bara tók ég strax ákvörðun um að flytja út í hjólhýsi fyrir utan heima hjá mér og er búin að búa þar síðustu tíu daga,“ segir Sif. Hún segist þó ekki hafa haft það slæmt þar sem hún hafi verið einkennalaus að öllu leyti. Sif er mikill orkubolti og stundar hreyfingu af miklu kappi. Hún mætir á UltraForm æfingar þrisvar í viku og stundar fjallahlaup þess á milli. Hún átti bókað í tvö fjallahlaup á meðan á einangruninni stóð, Tindahlaupið í Mosfellsbæ og Eldslóðina. Sif Sturludóttir lenti í einangrun fyrir tíu dögum síðan þegar hún greindist með Covid-19.Vísir/Vilhelm „Þetta er kannski það sem hafði mest áhrif á mig, þessi innilokun. Það sem mér fannst verst var hreyfingarleysið, að mega ekki fara í ræktina og mega ekki fara út að hlaupa.“ Hún varð því fljótt eirðarlaus enda óvön svo mikilli kyrrsetu. Það var svo þann 1. september sem Þórdís Valsdóttir, samstarfskona Sifjar, setti inn svokallaða 30/30 áskorun sem felst í því að hreyfa sig í 30 mínútur í 30 daga. „Þá fannst mér tilvalið að taka þátt. Þá var ég ekki búin að hreyfa mig í fjóra daga og hún setur inn þessa áskorun og ég hugsa: „Ókei, ég get allavega gert þetta“. Ég fer út og hreyfi mig í 30 mínútur úti í garði. Ég byrjaði að hlaupa úti í garði og gera alls konar æfingar. Svo tók ég með mér lóð og fór að lyfta og notaði pallinn til þess að gera uppstig.“ Sif segir það hafa haft sína kosti og galla að dvelja í hjólhýsi fyrir utan heimili sitt. Fjölskylda hennar færði henni kvöldmat og hún segir vinkonur sínar hafa dekrað við sig með kampavíni, kaffi og alls kyns sendingum. Aftur á móti hafði hún lítið pláss og vann, svaf og horfði á sjónvarp allt á sama staðnum. Sif var heppin og gat nýtt sér garðinn heima hjá sér til æfinga.Vísir/Vilhelm „Ég var síðan bara með alls kyns markmiðasetningu. Ég var við góða heilsu þannig ég gat unnið á hverjum degi. Svo voru bara alls konar þættir á Stöð 2 plús og allir nýju þættirnir á Stöð 2 sem styttu mér stundirnar.“ Sif losnar úr einangrun í dag. Hún er þó hvergi nær hætt að hreyfa sig og hlakkar mikið til að mæta á UltraForm æfingu. Hennar fyrsta verkefni verður þó að knúsa fjölskylduna sína. „Ég hef ekki fengið knús í tíu daga! Svo ætla ég bara að fara beint í vinnuna og fá mér góðan kaffibolla á kaffihúsinu með öllum samstarfsfélögunum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Sjá meira