Fótbolti

Sveindís Jane lagði upp í tapi í Íslendingaslag

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sveindís Jane lagði upp mark Kristianstad í dag.
Sveindís Jane lagði upp mark Kristianstad í dag. vísir/vilhelm

Íslendingaliðin Kristianstad og Hammarby mættust í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Sveindís Jane Jónsdóttir lagði upp mark Kristianstad, en liðið þurfti að sætta sig við 2-1 tap.

Sveindís Jane og Sif Atladóttir voru í byrjunarliði Kristianstad og Berglind Björg Þorvaldsdóttir var í fremstu víglínu Hammarby.

Staðan var markalaus þegar að flautað var til hálfleiks, en á 54. mínútu lagði Sveindís Jane upp opnunarmark leiksins fyrir Delaney Baie Pridham sem kom til Kristianstad frá ÍBV.

Emilia Larsson jafnaði metin fyrir Hammarby á 67. mínútu og hún var aftur á ferðinni þegar að hún kom Hammarby í 2-1 sjö mínútum síðar.

Ekki urðu mörkin fleiri og Hammarby fagnaði því 2-1 sigri. Liðin eru í harðri baráttu um þriðja sæti sænsku deildarinnar en Hammarby hefur nú 24 stig í fjórða sæti, þrem stigum meira en Kristianstad í fimmta sætinu.

Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.