Innlent

Land­spítalinn hættir að nota hrað­próf

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Starfsfólk Landspítalans sem er með væg einkenni verður nú að fara beint í PCR-sýnatöku.
Starfsfólk Landspítalans sem er með væg einkenni verður nú að fara beint í PCR-sýnatöku. Einar Árnason

Far­sótta­nefnd Land­spítalans hefur á­kveðið að hætta að nota hr­að­greiningar­próf til að prófa starfs­menn sína, sem eru með væg ein­kenni, fyrir Co­vid-19 og taka PCR-próf al­farið í notkun í staðinn. Í til­kynningu nefndarinnar segir að hrað­prófin séu verri kostur en PCR-próf.

Að­gengi að PCR-prófum sé mjög gott fyrir starfs­menn spítalans alla daga ársins og því þyki ekki á­stæða til að nota jafn­framt hrað­próf „sem eru síðri, hafa skilað bæði falskt já­kvæðum og falskt nei­kvæðum niður­stöðum og eru auk þess vanda­söm í túlkun“ eins og segir í til­kynningunni.

Far­sótta­nefndin hafði um það for­göngu í sumar, þegar fjórða bylgja far­aldursins hófst hér á landi, að inn­leiða notkun hrað­prófa á spítalanum, með þröngum skil­yrðum þó.

Þau hafa verið fram­kvæmd á til­greindum stöðum hjá starfs­mönnum með væg ein­kenni, sem eiga að mæta til vinnu og treysta sér til þess.

Hraðprófin ekki gefið nógu góða raun

„Lær­dómurinn af notkun hr­að­greiningar­prófa í við­kvæmri starf­semi eins og sjúkra­hús­starf­semi hefur verið á þann veg að þau séu síðri kostur en PCR próf,“ segir í til­kynningu far­sótta­nefndar.

„Far­sótta­nefnd ber að leita allra leiða til að vernda starf­semina fyrir því að þangað inn berist smit og niður­staða nefndarinnar eftir u.þ.b. 6 vikna reynslu­tíma er því að hætta að nota þessi próf að svo stöddu.“

Starfs­menn spítalans geta nú sjálfir bókað PCR-sýna­töku í Heilsu­veru og fengið hana fram­kvæmda á Co­vid-göngu­deildinni.

Fleiri starfs­stöðvar spítalans eru þá einnig í stakk búnar til að taka PCR-próf úr starfs­mönnum sínum.


Tengdar fréttir

Hraðpróf geta reynst stjórnvöldum rándýr

Stjórnvöld hafa ákveðið að greiða fyrir hraðpróf til að liðka fyrir sitjandi viðburðahaldi, en óljóst er hver mun annast framkvæmd þeirra. Þá tilkynntu stjórnvöld óvænt um auknar tilslakanir í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×