Innlent

Er sama þótt hann nái ekki kjöri og kallar Þórhildi Sunnu „krakkafjanda“

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Glúmur fer ófögrum orðum um Þórhildi Sunnu á Facebook.
Glúmur fer ófögrum orðum um Þórhildi Sunnu á Facebook.

Glúmur Baldvinsson, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, segist alveg sama þótt fólk kjósi hann ekki í alþingiskosningunum; hann hafi nóg annað fyrir stafni. Þá sé honum í blóð borið að vera ekki eins og aðrir og því tali hann hreint út um hlutina.

Glúmur Baldvinsson birti færslu á Facebook í gærkvöldi þar sem hann fjallar um reynslu sína af tvennum kappræðum. Segist hann meðal annars, að þrátt fyrir getgátur um annað, hafi hann í bæði skiptin gert þau mistök að hafa mætt alsgáður.

Þá sagði hann forvitnilegt að mæta pólitískum keppinautum í sminkinu en gaf þeim misgóðar einkunn.

„Nú hef ég mætt í kappræður í sjónvarpi og útvarpi tvo daga í röð. Svo óheppilega vildi til að í bæði skiptin mætti ég alsgáður og edrú. Það hefði ég aldrei átt að gera því leiðinlegri þætti hef ég aldrei áður þurft að standa af mér,“ segir Glúmur.

Að hans sögn tóku honum vel Inga Sæland og Bjarni Ben og þá kom honum á óvart hversu Logi Einarsson var viðkunnanlegur. „Þorgerður tók mér með kulda og Sunna þessi virti mig ekki viðlits. Heilsaði ekki einu sinni. Smári minn gamli ritstjóri heilsaði ekki þrátt fyrir að við höfum þekkst í tæp 30 ár,“ segir Glúmur.

Sigurður Ingi hafi verið vingjarnlegur en Sigmundur hans „besti vinur“ og gefið honum góð ráð.

Nokkrar umræður hafa skapast um Facebook-færslu Glúms en þar segir Ragnar nokkur Jónasson hápunktinn hafa verið þegar Glúmur þaggaði í „píratakvikindinu“.

„Ég ætlaði ekki að vera ókurteis gagnvart henni en hún truflaði mig í miðri setningu. Og ég sagði bara: Í Guðs bænum leyfðu mér að klára. En nú er sagt á fjölmiðlum að ég hafi sagt krakkfjandanum að þegja. Allt afbakað,“ svara Glúmur.

Þá segir hann að sem betur fer hafi hann ekki verið sakaður um að áreita Sunnu og aðrar konur kynferðislega. Á hann þar við Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata. „Þá fyrst hefði fjandinn orðið laus,“ segir hann.

Uppfært kl. 10.30:

Þórhildur hefur tjáð sig um málið á Facebook.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.