Innlent

Vara við því að kveikja eld vegna þurrka

Samúel Karl Ólason skrifar
Almannavarnanefnd varar við því að kveikja opna elda.
Almannavarnanefnd varar við því að kveikja opna elda. Getty

Almannavarnanefnd Austurlands hefur varað við því að opnir eldar verði kveiktir. Þá eru íbúar hvattir til að fara varlega í notkun gas- og kolagrilla auk verkfæra sem geta gefið frá sér neista.

Þetta er vegna hættu á gróðureldum í kjölfar mikilla þurrka sem hafa varið á Austurlandi síðustu vikur.

Fólk er einnig beðið um að henda ekki logandi vindlingum í þurran gróður og svo framvegis.

Í yfirlýsingu á Facebooksíðu Lögreglunnar á Austurlandi segir þar að auki að vatnsból séu víða orðin vatnslítil vegna þurrkanna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×